"Jólin Allsstaðar"
Þrátt fyrir brennandi sting í maganum ætla ég ekki að koma með enn eina kúka/prump-söguna. Ég get þó deilt því með ykkur að ég sit hérna á klósettinu og rita þessa færslu.
Mér liggur ekki beint mikið á hjarta, mér fannst bara réttast að blogga þar sem ég hef ekki gert það í tæpa viku.
Anywayz..
Desember mánuður genginn í garð, eins og þekkti þennan tólfta mánuð ársins fylgdi oftast nístings kuldi, bullandi hálka og snjór. Hins vegar er allt annað uppá teningnum í þetta skiptið.
Hér svipar veðrið en til sumars eða réttara sagt hlýjum vordögum á Íslandi, sólin skín yfir daginn en þegar kvölda fer er ekki jafn hlýtt, fólkinu hér finnst skítakuldi á kvöldin en ég kýs að líta á þetta sem svona peysuveður..
Svo er það annað, jólin og allt það stúss og stress sem því fylgir. Hefðin er nú í flestum borgum og bæjum að það er slegið upp jólaljósum svona til að klæða borgina/bæjinn í jólabúning. Hér í Antibes er það einmitt þannig. Bærinn er kominn í jólagallann, þessi fallegu jólaljós lýsa upp bæinn.
En eitt vakti athygli mína, Frakkarnir kveikja á ljósunum kl. 16:00 og slökkva á þeim kl. 22:00, þetta eru nú talsvert meiri ljós en Íslendingar eru með á Laugaveginum en ég fékk þá útskýringu frá kennara mínum að það væri of dýrt að hafa ljósin kveikt alla nóttina, því væru ljósin bara kveikt í 6 tíma á dag.
Annað sem hefur vakið athygli mína í þessum jólaskreytingum Frakkans, útum allt standa skrautleg jólatré, ég verð að viðurkenna að mér fannst svo asnalegt að horfa á öll þessi jólatré og enginn snjór sjáanlegur.. Frekar skrýtið að upplifa þetta svona.
Ææjii ég er svo tómur eitthvað, vonandi að þið skiljið hvert ég er að fara, ég bæti ykkur þetta í næstu færslu.
Stay tuned,
Björn Þór J.