Saga úr hversdagslífinu.
Ég sat þarna í kennslustofunni, borðin mynduðu U og snéru að töflunni sem kennarinn stóð venjulega við. Ég sat aftast fyrir miðju, hafði komið mér vel fyrir og í aðstöðu til að halla stólnum þægilega uppað glugganum. Ég hafði það gott, mér fannst líka gott að vera í svo smáum bekk. Með mér í bekknum voru 2 stelpur frá Kóreu. Þær Minhu og Su-Wang. Su-Wang sat á hægri hönd við mig og Minhu sat vinstra meginn. Þarna sátu beint á móti hvor annarri og hvísluðu síðan á milli á gjörsamlega óskiljanlegri tungu.
Ég sat þarna aftast og fylgdist með þeim. Ég sá að Su-Wang hafði bók með sér, hún stalst í að lesa bókina þegar kennarinn var ekki með athyglina á henni.
Ég skildi ekki nafnið á bókinni þar sem það var á Kóresku að ég hélt.
Undir nafninu á bókinni stóð "she couldn´t be good". Forsíðu bókarinnar prýddi heldur gáluleg tælensk, kóresk, kínversk eða japönsk kona. Ég gat ekki séð munin.
Minha er 18 ára stelpa. Hún segist búa í höfuðborg Kóreu en ég man einfaldlega ekki nafnið. Hún er um 1.60cm á hæð, ef ég ætti að giska um 40 kg og eins og járnbrautarslys í andlitinu. Spangirnar ýta undir þá lýsingu mína, hún er einnig með gleraugu, ekki venjuleg lesgleraugu, hún hefur kosið eldri týpuna. Hún gengur um með þykk risastór gleraugu. Sjálfur hélt að aðeins gamlir sérvitringar bæru þannig gleraugu en mér skjátlaðist þarna. Minha talar ekki nema á hana sé yrt, eða hún sé að hvíslast á við stöllu sína Su-Wang. Hún á það þó til þegar ég er að reyna að segja brandara að tísta afar ógeðfeldlega, sem ég hef túlkað svo að hún sé að reyna hlægja. Minha hatar kaffi, reykingar og áfengi. Hún segir að hún megi ekki drekka. Fyrir 3 árum fór hún í heilaskurðaðgerð þar sem fjarlægt var æxli, læknarnir sögðu henni að hún mætti ekki smakka áfengi því það hefði slæm áhrif á heila hennar. Þar við sat og Minha ákvað, þrátt fyrir að hafa aldrei smakkað áfengi að það væri á lista yfir það sem hún hataði í lífinu.
Su-Wang er 21 árs. Hún kemur frá einhverjum smábæ þarna í Kóreu. Hún er stærri en ég, ef ég ætti að giska þá er hún svona um 1.85cm. Heiðarlegast væri að kalla hana fitukepp, en ég ætla að sleppa því, mér þykir það penna að segja hana efni í góðan súmókappa. Enda hefur það komið á daginn, hún æfir kóreska glímu sem og skvass.
Hún segist æfa skvass þegar hún er í megrun. Hún er með lítinn haus, frekar bollulegar kinnar og krúttlegt kramið andlit, augu, munnur og nef er vægt til orða tekið allt á sama stað í andliti hennar. Þegar hún kom hingað talaði hún ekki stakt orð í ensku né frönsku, með hjálp 2 orðabókum sem eru Kóresk-Ensk og Ensk-Frönsk hefur hún spjarað sig ágætlega. Hún þýðir orðin fyrst yfir á ensku og síðan yfir á frönsku, frekar mikil vinna, en metnaðurinn er til staðar hjá þessari 21 árs kóresku stelpu. Hún er að læra frönsku vegna þess að hún er kominn inní Listaháskóla í París. Að lokum, þá finnst henni best að borða soðin egg með majonesi og miklum pipar.
Ég hafði hingað til bara verið í tímum í skólanum fyrir hádegi, en ég hafði ákveðið að 4 seinustu vikurnar myndi ég vera í tímum fyrir og eftir hádegi, tímarnir fyrir hádegi eru meira málfræði og orðaforði með tali inná milli en tímarnir eftir hádegi eru eingöngu taltímar. Í tímanum eftir hádegi er ég með kóresku stelpunum Su-Wang og Minha, mér finnst ég vera með besta kennarann hingað til. Kennarinn minn heitir Muriam. En hún hefur mikið dálæti á íslenskri tónlist, mér brá mjög mikið þegar hún sagði mér hvað nýjustu geisladiskar GusGus og Bjarkar væru í miklu uppáhaldi hjá sér, einnig vissi hún til þess að Trabant hefði spilað frekar fáklæddir fyrir Forseta Íslands. Ég tek það fram að þetta er ekki sá kennari sem hafði sem búið á Íslandi, það var hún Sandrine.
Þetta gerðist í dag í tímanum eftir hádegi, ég hafði svo gaman af þessu, það fór um mig kvikindis og karlrembu-sæluvíma. Ég var pínu stoltur, hvað ættu svo sem þessar kóresku stelpur að segja.
Klukkan var að verða 2, ég fann að maturinn sem ég hafði borðað í hádeginu hafði ekki sest vel í mig. Ég reyndi að hemja mig, setja mig í allskyns stellingar til að hleypa þessu "prumpi" ekki út. Þarna sat ég aftast frekar stífur með fulla einbeitingu á að láta ekki vaða, ég hugsaði með mér að það yrði í góðu lagi ef ég væri bara með strákum í bekk. Þegar klukkan var um 15:20 og þá bara 25 min eftir að tímanum sagði Muriam kennari okkur að hún þyrfti að fara inná kennarastofuna að ljósrita eitthvað.
Hún sagði okkur áður en hún fór út að við ættum að tala saman á meðan á frönsku. Næsta sem gerðist þegar hún fer útúr stofunni er að Su-Wang byrjar strax að gjamma við Minah á þessu óskiljanlega tungumáli sem ég ekki með nokkru móti skildi. Ég hugsaði því með mér að láta vaða, hvað gætu þær svo sem sagt, þær myndu báðar fara heim til Kóreu fljótlega og ég taldi nokkuð öruggt að ég myndi aldrei sjá þær aftur á lífsleiðinni.
Ég hallaði mér því aftur í stólnum, setti aðra löppina uppá stólinn við hliðina á mér.
Þarna var ég kominn í hina fullkomnu stöðu til að prumpa. Sem ég og gerði.
Jú þetta fór allt eins og planað var, mjög hátt og skýrt prump með djúpum bassa. Verst með þessi háværu prump á þau eru ekki það illa lyktandi en það var aukaatriði í þetta skiptið. Eftir ég hafði lokið við prumið hallaði ég stólnum fram og á andliti mínu sat eftir þetta sólheimasæluglott. Sama glott var ekki á þeim stöllum til að byrja með, þeim var greinilega svo brugðið að ég gat ekki staðist það, ég átti smá eftir svo ég prumpaði aftur, ekki jafn hátt og í fyrra skiptið en engu að síður svo vel heyrðist.
Þær litu hvor á aðra, og svo á mig, þar sem ég sat sæll og glaður með bros á vör. Minha byrjaði svo að tísta einsog hún gerir gjarnan. Ég túlkaði það þannig að hún væri að hlægja. Það sama var hins vegar ekki uppá teningnum hjá Su-Wang sem var greinilega mjög sjokkeruð. Andlit hennar drógst saman og leit hún út einsog hundur sem hafði hlaupið á vegg.
Stuttu seinna kom kennarinn inn, ég lét einsog ekkert í hefði ískorist. Það sem eftir lifði tímans var kennarinn að spyrja okkur spurninga um hvernig Ísland og Kórea hefðu verið fyrir 100 árum. Ég kom því ágætlega vel frá mér. En greyið kóresku stelpurnar áttu í erfiðleikum, Minha tísti þessar seinustu 25 mínútur og Su-Wang kom ekki upp orði og leit enn út eins og bolabítur eða hvað skal kalla það.
Takk fyrir lesninguna, endilega kommentaðu, mér þykir vænt um það.
Bestu kveðjur,
Björn Þór J.
