fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Saga úr hversdagslífinu.

Ég sat þarna í kennslustofunni, borðin mynduðu U og snéru að töflunni sem kennarinn stóð venjulega við. Ég sat aftast fyrir miðju, hafði komið mér vel fyrir og í aðstöðu til að halla stólnum þægilega uppað glugganum. Ég hafði það gott, mér fannst líka gott að vera í svo smáum bekk. Með mér í bekknum voru 2 stelpur frá Kóreu. Þær Minhu og Su-Wang. Su-Wang sat á hægri hönd við mig og Minhu sat vinstra meginn. Þarna sátu beint á móti hvor annarri og hvísluðu síðan á milli á gjörsamlega óskiljanlegri tungu.
Ég sat þarna aftast og fylgdist með þeim. Ég sá að Su-Wang hafði bók með sér, hún stalst í að lesa bókina þegar kennarinn var ekki með athyglina á henni.
Ég skildi ekki nafnið á bókinni þar sem það var á Kóresku að ég hélt.
Undir nafninu á bókinni stóð "she couldn´t be good". Forsíðu bókarinnar prýddi heldur gáluleg tælensk, kóresk, kínversk eða japönsk kona. Ég gat ekki séð munin.

Minha er 18 ára stelpa. Hún segist búa í höfuðborg Kóreu en ég man einfaldlega ekki nafnið. Hún er um 1.60cm á hæð, ef ég ætti að giska um 40 kg og eins og járnbrautarslys í andlitinu. Spangirnar ýta undir þá lýsingu mína, hún er einnig með gleraugu, ekki venjuleg lesgleraugu, hún hefur kosið eldri týpuna. Hún gengur um með þykk risastór gleraugu. Sjálfur hélt að aðeins gamlir sérvitringar bæru þannig gleraugu en mér skjátlaðist þarna. Minha talar ekki nema á hana sé yrt, eða hún sé að hvíslast á við stöllu sína Su-Wang. Hún á það þó til þegar ég er að reyna að segja brandara að tísta afar ógeðfeldlega, sem ég hef túlkað svo að hún sé að reyna hlægja. Minha hatar kaffi, reykingar og áfengi. Hún segir að hún megi ekki drekka. Fyrir 3 árum fór hún í heilaskurðaðgerð þar sem fjarlægt var æxli, læknarnir sögðu henni að hún mætti ekki smakka áfengi því það hefði slæm áhrif á heila hennar. Þar við sat og Minha ákvað, þrátt fyrir að hafa aldrei smakkað áfengi að það væri á lista yfir það sem hún hataði í lífinu.

Su-Wang er 21 árs. Hún kemur frá einhverjum smábæ þarna í Kóreu. Hún er stærri en ég, ef ég ætti að giska þá er hún svona um 1.85cm. Heiðarlegast væri að kalla hana fitukepp, en ég ætla að sleppa því, mér þykir það penna að segja hana efni í góðan súmókappa. Enda hefur það komið á daginn, hún æfir kóreska glímu sem og skvass.
Hún segist æfa skvass þegar hún er í megrun. Hún er með lítinn haus, frekar bollulegar kinnar og krúttlegt kramið andlit, augu, munnur og nef er vægt til orða tekið allt á sama stað í andliti hennar. Þegar hún kom hingað talaði hún ekki stakt orð í ensku né frönsku, með hjálp 2 orðabókum sem eru Kóresk-Ensk og Ensk-Frönsk hefur hún spjarað sig ágætlega. Hún þýðir orðin fyrst yfir á ensku og síðan yfir á frönsku, frekar mikil vinna, en metnaðurinn er til staðar hjá þessari 21 árs kóresku stelpu. Hún er að læra frönsku vegna þess að hún er kominn inní Listaháskóla í París. Að lokum, þá finnst henni best að borða soðin egg með majonesi og miklum pipar.

Ég hafði hingað til bara verið í tímum í skólanum fyrir hádegi, en ég hafði ákveðið að 4 seinustu vikurnar myndi ég vera í tímum fyrir og eftir hádegi, tímarnir fyrir hádegi eru meira málfræði og orðaforði með tali inná milli en tímarnir eftir hádegi eru eingöngu taltímar. Í tímanum eftir hádegi er ég með kóresku stelpunum Su-Wang og Minha, mér finnst ég vera með besta kennarann hingað til. Kennarinn minn heitir Muriam. En hún hefur mikið dálæti á íslenskri tónlist, mér brá mjög mikið þegar hún sagði mér hvað nýjustu geisladiskar GusGus og Bjarkar væru í miklu uppáhaldi hjá sér, einnig vissi hún til þess að Trabant hefði spilað frekar fáklæddir fyrir Forseta Íslands. Ég tek það fram að þetta er ekki sá kennari sem hafði sem búið á Íslandi, það var hún Sandrine.

Þetta gerðist í dag í tímanum eftir hádegi, ég hafði svo gaman af þessu, það fór um mig kvikindis og karlrembu-sæluvíma. Ég var pínu stoltur, hvað ættu svo sem þessar kóresku stelpur að segja.

Klukkan var að verða 2, ég fann að maturinn sem ég hafði borðað í hádeginu hafði ekki sest vel í mig. Ég reyndi að hemja mig, setja mig í allskyns stellingar til að hleypa þessu "prumpi" ekki út. Þarna sat ég aftast frekar stífur með fulla einbeitingu á að láta ekki vaða, ég hugsaði með mér að það yrði í góðu lagi ef ég væri bara með strákum í bekk. Þegar klukkan var um 15:20 og þá bara 25 min eftir að tímanum sagði Muriam kennari okkur að hún þyrfti að fara inná kennarastofuna að ljósrita eitthvað.
Hún sagði okkur áður en hún fór út að við ættum að tala saman á meðan á frönsku. Næsta sem gerðist þegar hún fer útúr stofunni er að Su-Wang byrjar strax að gjamma við Minah á þessu óskiljanlega tungumáli sem ég ekki með nokkru móti skildi. Ég hugsaði því með mér að láta vaða, hvað gætu þær svo sem sagt, þær myndu báðar fara heim til Kóreu fljótlega og ég taldi nokkuð öruggt að ég myndi aldrei sjá þær aftur á lífsleiðinni.

Ég hallaði mér því aftur í stólnum, setti aðra löppina uppá stólinn við hliðina á mér.
Þarna var ég kominn í hina fullkomnu stöðu til að prumpa. Sem ég og gerði.
Jú þetta fór allt eins og planað var, mjög hátt og skýrt prump með djúpum bassa. Verst með þessi háværu prump á þau eru ekki það illa lyktandi en það var aukaatriði í þetta skiptið. Eftir ég hafði lokið við prumið hallaði ég stólnum fram og á andliti mínu sat eftir þetta sólheimasæluglott. Sama glott var ekki á þeim stöllum til að byrja með, þeim var greinilega svo brugðið að ég gat ekki staðist það, ég átti smá eftir svo ég prumpaði aftur, ekki jafn hátt og í fyrra skiptið en engu að síður svo vel heyrðist.

Þær litu hvor á aðra, og svo á mig, þar sem ég sat sæll og glaður með bros á vör. Minha byrjaði svo að tísta einsog hún gerir gjarnan. Ég túlkaði það þannig að hún væri að hlægja. Það sama var hins vegar ekki uppá teningnum hjá Su-Wang sem var greinilega mjög sjokkeruð. Andlit hennar drógst saman og leit hún út einsog hundur sem hafði hlaupið á vegg.
Stuttu seinna kom kennarinn inn, ég lét einsog ekkert í hefði ískorist. Það sem eftir lifði tímans var kennarinn að spyrja okkur spurninga um hvernig Ísland og Kórea hefðu verið fyrir 100 árum. Ég kom því ágætlega vel frá mér. En greyið kóresku stelpurnar áttu í erfiðleikum, Minha tísti þessar seinustu 25 mínútur og Su-Wang kom ekki upp orði og leit enn út eins og bolabítur eða hvað skal kalla það.

Takk fyrir lesninguna, endilega kommentaðu, mér þykir vænt um það.

Bestu kveðjur,
Björn Þór J.

|

laugardagur, nóvember 24, 2007

  • It´s raining men
  • Have you ever seen the rain
  • Go ahead in the rain
  • Steel rain
  • Purple rain
  • Why does it rain on me


"Inngangur"


Allir þessir titlar á þessum títtþekktu lögum vísa öll í rigningu. Samt er bara eitt lag sem kemur uppí hugann þegar ég reyni að tengja lög og regn saman. Skemmtileg tilviljun að það er einmitt líka nóvember núna. Lagið sem ég er að tala um er November Rain, hljómsveitina þarf ekki að kynna. Ég veit ekki afhverju ég fór að pæla í þessu, það hefur ekki sést hérna til sólar í Antibes í rúma viku, auk þess er búið að rigna stanslaust síðan á fimmtudaginn..


Hvað er málið með rigninguna, hún gerir mann svo þreyttann og þungann eitthvað, maður fær það á tilfinninguna þegar það rignir mikið að best sé að húka bara inni þar til það styttir upp.Það er svona einmitt það sem ég er að gera núna. Öllu heldur ligg ég uppí bæli og horfi á regnið berjast á rúðunni. Ég er mjög pirraður útí rigninguna, afhverju þarf hún að berja stöðugt á gluggann á svalahurðinni hjá mér. Hvert er markmið hennar, vill hún að ég blotni, verði kaldur og í framhaldi mjög pirraður, ég get farið í heita þægilega sturtu ef ég vill blotna. Ég þarf enga helvítis rigningu til þess.
Það hvarlar ekki að mér að fara útúr húsi núna. Hvernig væri að rigningin myndi láta mig aðeins í friði hérna og færa sig yfir til Íslands þar sem hún á heima.

Helvítis fokk þessi rigning MERDE!


"Meginmál"
1.kafli


Það sem hefur svo sem ekkert fréttnæmt né eggjandi gerst hérna. Ég fylgdist hinsvegar spenntur með á textavarpinu í liðinni viku með úrslitum úr Dana og Íslendinga, mikið er ég stoltur af strákunum, það er þó eitt sem skiptir máli.. Þeir gerðu sitt besta!
Annað, ekki það að ég sé mikill stuðningsmaður enska landsliðins í knattspyrnu en ég held að það verði sérstakt að horfa á EM næsta sumar og England ekki með. Það hefur þó sýnt sig að England hefur ekki náð ásættanlegum árangri á EM síðan 96´ (Maggi minn, leiðréttu mig ef ég er að fara með rangt mál). Samt sem áður hefur England toppklassa leikmenn á borð við Defoe, King, Lennon og Darren Anderton, það verður leiðinlegt að geta ekki séð þá spila á EM næsta sumar.
Eitt til viðbótar, ég gef Jurgen "meistara" Klinsmann mitt atkvæði sem næsta þjálfara Enska landsliðsins. Hann myndi líka pottþétt kalla Darren Anderton, Chris Armstrong, Les Ferdinand og Ian Walker inní enska liðið, sem væri ekkert nema gott fyrir enska knattspyrnu, fá smá reynslu inní liðið.


2.kafli


Ég vil skála fyrir Gumma, Kidda, Magga og Friðjóni fyrir gott og ánægjulegt spjall í gærkvöldi.

3.kafli

Þriðji kaflinn tengist innganginum að nokkru leyti, ég kem með svona skemmtilega tengingu, einsog ef um ritgerð væri að ræða. En einsog margir velta gjarnan oft fyrir sér en fá engin svör, spurningin er stór og því oftar en ekki fátt um svör en spurningin.

Afhverju er vatn blautt?

Ég tel að svarið felist í merkingu orðanna sem menn hafa valið að hafa um þessa hluti. Fljótandi vatn er blautt af sömu ástæðu og sykurinn er sætur, saltið er salt á bragðið og piparsveinar eru ógiftir. Þetta sést kannski enn betur ef við segjum að vatnið sé vott, því að orðið votur er samstofna við vatn og þá verður málið alveg eins og með saltið. En kjarni málsins er sá að vatnið er blautt af því að orðið blautur er það sem menn hafa valið að nota um þann eiginleika hlutar að fljótandi vatn sé í honum eða á honum.

Ég veit ekki hvort ég eigi að hella mér eitthvað nánar útí þetta, því læt ég bara hér við sitja.

"Lokaorð"

Ég vil þakka honum Hrannari vini mínum fyrir að láta mig fá geisladiskinn "The ghost that carried us away" með Seabear áður en fór út. Undanfarnar vikur hef ég vart hlustað á annað. Þvílík sæla, þvílíkt gleði, þvílík gersemi sem þessi tónlist er!
En þá er innan við mánuður í mann!
Og mitt uppáhalds, mæli með því, tékk it át "Cat Piano - Seabear"

Kveðjur, hafið það gottþangað til næst.. bless

|

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Blabla

Íslendingar hlæja þegar þeir heyra útlendinga reyna tala íslensku.
Frökkum finnst áhugavert þegar þeir heyra útlendinga tala frönsku.
Spánverjar fyllast stolti þegar þeir heyra útlendinga tala spænsku.
Danir hugsa með sér að þeir kannist eitthvað við tungumálið þegar þeir heyra í íslendingum..

Hvað með enskuna???

Ég kynntist hérna Spánverja að nafni Roberto, hann kunni ekki stakt orð í ensku þegar hann kom hingað, en eftir 3 mánuði hafði hann lært petit peu..

Þetta er afraksturinn...

Mér finnst þetta allavega fyndið, datt í hug að deila þessu með ykkur!

Kveðjur,

|

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Ég...

... heiti Björn Þór Jóhannsson, ég er í frönskunámi í Frakklandi í smábænum Antibes betur þekktur sem franska riverían. Hér er gaman.






|

mánudagur, nóvember 19, 2007

Ég lifi í draumi

Ég lifi í veröld veit ekki hvaða vindar þjóta,
en þeir fara fram hjá mér.
Einskonar fangi á víðavangi eða varnarlaus,
gegn því sem er á meðan er.

Ég hef fengið staðfestingu frá skólanum hérna Centre International d´Antibes að eftir áramót eða frá 14.jan - 16.maí muni ég vinna fyrir skólann.
Þetta er kallað WEP, work exchange program. Ég mun því vinna fyrir skólann 4 tíma á dag 6 sinnum í viku. Í staðinn fæ ég frá skólanum gistingu hér á Castel Arabel og tíma í skólanum. Ég mun því vera í skólanum fyrir hádegi og vinna eftir hádegi. Vinnan lýsir sér þannig að ég mun vinna hérna á heimavistinni Castel Arabel, ég mun vera í svona viðhaldi, eða allt frá því að skipta um ljósaperu í að sjá til þess að það sé engin kúkur í sundlauginni.

Mér lýst nokkuð vel á þetta, fyrir utan það að allir sem eru hérna núna verða farnir.
Samt ekki alveg allir, Victor frá Spáni og Analinda frá Ítalíu verða hérna fram í júní en mér finnst þau bara ekki skemmtileg þannig ég veit ekki hversu mikil sæla það verður. Nina frá Noregi verður reyndar hérna fram í febrúar þannig það er smá huggun til að byrja með, auk þess eru 2 íslenskar stelpur á leiðinni hingað á svipuðum tíma og ég í janúar.

Maður þarf því að fara venjast því að kveðja fólk og heilsa nýju fólki, sem ég býst við að muni gerast nánast vikulega. En high seasonið byrjar hérna um miðjan mars, þá verður víst pakkað af fólki hérna og djammað 24/7 eða ég hef allavega heyrt að hefðin sé þannig. Svo maður verður nú að líta björtum augum á þetta allt saman.

Annar höfuðverkur, og þó, ég veit það full langt þangað til, en maður er farinn að hugsa hvað maður tekur sér fyrir hendur næsta haust. Mig langar mest af öllu að vinna í félagsmiðstöð í gufunesbæ, en það er meira kvöldvinna. Þannig maður þarf að finna uppá einhverju að gera yfir daginn hvort sem það verður einhver önnur vinna eða eitthvert nám, hvað svo sem það gæti verið.. Ég er samt 99% sure á að vinna í álverinu yfir sumarið.

Ég veit ekki hvernig það hljómar, en jú ég var að telja, ég er búinn að vera hérna í 58 daga, og um mánuður eftir af 1.hluta Frakklandsferðar minnar.

Annars frekar voru engar krassandi fréttir í þessu bloggi..

Ég kveð,

|

sunnudagur, nóvember 18, 2007

Á næsta leiti

  • Heimkoma
  • Jólaskrall
  • Jól í skúrnum með OWC
  • Jólaskrall
  • Almennt skrall
  • Nýársgleði
  • Nokkur skrall til viðbótar
  • Lagt til Frakklands aftur 13.jan sem er btw afmælisdagurinn minn

Kveðjur,

|

fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Tímarnir okkar!

Margt hefur gengið á, á annars ágætu ári. Ég hef verið að rifja það upp, haft gaman að og öðru hverju hlegið upphátt af eigin hugsunum.

Svo mikil hefur gleðin verið, því er ég ekki frá því að komandi ár, sem mun bera heitið 2008 verði engu verra.

Það góða sem hefur gengið á er því ekki bara mér að þakka, en skemmtileg tilviljun. Það er nú málið með mig Björn Þór Jóhannsson, ég er þessa hressa og skemmtilega týpa, mér hefur einhvernveginn tekist að skapa mér stórann og góðan vinahóp. Vinir mínir eru þeim hæfileika gæddir að bera þessa sömu hæfileika og ég. Ég er nú ekki að segja að ég sé einhver stoð og stytta í þessu öllu saman. Það er eitthvað dulið og sexy sem gerir okkur að svo góðum vinum, fyrir utan hvað við erum allir svo fáranlega nettþéttir á kantinum og alltaf til í drykkju, já eða einn kannski um og of "M#a#g#g#a#h#o#l#i#c" og nefni ég þar engin nöfn.

Nóg komið af því.

Ég er með tvær sögur sem ég ætla að deila með ykkur.

Saga 1 ber nafnið "HOLY SHIT".

Það var nú þannig að í gær þegar ég kom heim úr skólanum fann ég fyrir þessum einkennilega sting í maganum. Ég lét mig þó hafa það að vera fara strax á klósettið og ákvað í staðinn að fara fyrst niður í eldhús og fá mér að borða. Eftir að ég hafði borðað leið mér mjög illa og stingurinn orðinn enn meiri. Ég dreif mig því beint uppá herbergi, læsti að mér og settist á dolluna, guð minn góður, eftir miklar barsmíðar og átök var stingurinn farinn. Ég hafði þarna gefið mikið frá mér og fannst einsog ég kæmist núna í fermingarfötin.
Verkið var þó ekki fullklárað, en einsog við segjum á pjúra íslensku, ég átti eftir að skeina mér.
Ég ákvað því að það væri kominn tími á að klára verkið og leit því til hliðar í leit að klósettpappír, en hvað, ENGINN KLÓSETTPAPPÍR!!!
Ég snöggsvitnaði á þessu augnabliki og hugsaði með mér "ég er í djúpum skít".
Það voru nokkrir möguleikar í stöðunni.
Eftir að ég hafði setið á dollunni í þó nokkurn tíma hvarflaði að mér að harka þetta af mér, standa upp og fara niður á fyrstu hæð þar sem er geymsla þar sem klósettpappírinn er geymdur. Ég hætti fljótlega við það og fékk aðra hugmynd, ég gat hringt í Zach og beðið hann að koma með pappír upp til mín. En þar sem að hurðin var læst þá myndi ég þurfa standa upp og það vildi ég alls ekki. Þannig að ég var algjörlega bjargarlaus.

Ég veit að þetta hljómar ekki vel en ég ætla bara að enda þetta hér og leyfa ykkur og ímynduraflinu að hugsa hvernig ég bjargaði mér útúr þessu.

Saga 2 ber nafnið "Pourquoi pas".

Sagan átti sér stað síðast liðinn mánudag. Ég vaknaði við vekjaraklukkuna 08:00, fór á fætur, fékk mér morgunmat og fór í skólann. Svipuð rútina og alla aðra daga.
Ég hafði það verkefni fyrir daginn að segja bekknum frá Íslandi í stuttu máli og svo áttu krakkarnir að spyrja mig spurninga sem ég átti að reyna svara eftir bestu getu.
Ég tek það fram að allt þetta fór fram á frönsku.
Eftir að ég hafði lokið við kynningu og fengið nokkrar spurningar sem ég tel mig hafa tekist að svara vel sestist ég aftur í sætið mitt. Titta frá Finnlandi var næst upp, á meðan hennar kynningu stóð var ég frekar upptekinn við að krota eitthvað niður á blað og algjörlega í mínum heimi.
Þegar Titta var búin með sína kynningu heyrðist mér einsog fólk væri að spyrja hana spurninga, þar sem að ég hlustaði ekki á hana ætlaði ég ekkert að spyrja hana.
Ég var mjög einbeittur í að krota á blaðið og djúptsokkin í einhversskonar dagdrauma, en þá einmitt segir Sandrine kennari:

Sandrine: Bjorn, vous faire a la question? (Bjorn, hefuru spurningu)
Ég: nej, jeg vet ikke (ég veit ekki)
Sandrine: pourquoi pas? (afhverju ekki)
Ég: jeg har inge (ég hef enga)
Sandrine: pourquoi? (afhverju)


Loks vaknaði ég og áttaði mig á að ég hafði verið að svara henni á dönsku/norksu þegar hún spurði mig á frönsku. En eitt skyldi ég ekki að hún skyldi greinilega hvað ég var að segja, í framhaldi hófust miklar umræður hvernig hún skyldi það sem ég sagði. Á meðan aðrir nemendur bekkjarins héldu að ég væri þroskaheftur.
Kennarinn minn bjó semsagt eitt ár í Noregi, eitt ár á Íslandi auk þess að hafa búið í Póllandi, Spáni og Namebíu.

Svo þegar ég labbaði útúr kennslustofunni þegar tíminn var búinn sagði Sandrine á íslensku: takk í dag og sjáumst á morgun.

Úff ég fór bara að pæla hefði kennarinn verið eitthvað leiðindaskass og ég hefði kallað hana hóru eða eitthvað og hún hefði skilið mig. Það hefði orðið vandræðalegt.

Maður er samt orðin betri í norsku en frönsku.. Hversu kjánalegt er það, en ég meina maður er allavega að læra eitthvað..

En mér finnst ég hafa komið þónokkru til skila í færslu dagsins, hafið það gott og lifið heil.

Með virðingu og frið"jón"semd, Björn Þór J.

|

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Því fer sem fer.

Ég hef svo sem engar afsakanir, engar útskýringar og hvað þá einhverja thriller sögu til að svala þorsta ykkar.

Ég ætla því í staðinn bara að vera hreinskilinn, samviskuleysið ekki einráðandi eftir allt saman.

Ég hef ekkert bloggað sökun leti, ég hugsa hins vegar alltaf þegar eitthvað fréttnæmt er að gerast hérna hjá mér "váá þetta yrði efni í góða bloggfærslu".

En hvað gerist jú ég sest fyrir framan tölvuna og hugsa "ég blogga bara seinna" og byrja að spila FM sem er btw. alveg fokk erfiður og því mjög krefjandi verkefni.

Skólinn hérna er mjög notalegur og kósý, en námið sem fer fram innan veggja skólans er ekki jafn kósý og notalegt.
Ég vissi það nú fyrirfram að ég væri að styngja mér í djúpu laugina með því að fara hingað, en aldrei óraði mig fyrir því að svona erfitt yrði að synda upp.
Sem vissulega gerir þetta verkefni afar krefjandi.
Þó svo að námið sé kannski ekkert kósý þá hef ég gaman að þessu og mér líkar vel við kennara og ótrúlegt en satt þá er maður í uppáhaldi hjá nokkrum þeirra.

Í skólanum er þannig kerfi að bekkjunum er skipt uppí ákveðin level eða allt frá byrjenda-leveli en svo tekur við A1, A2, B1, B2. Samt í heildina eru þetta 12 level, í raun mjög flókið fyrir mig að útskýra þetta en ég geri mitt besta.

Ég ætla útskýra þetta en ef þú nennir ekki að lesa geturu bara hoppað yfir þenna kafla í færslunni.

Byrjenda-levelin eru 3, segjum bara 1-3.
A1 hefur einnig 3 level A1-, A1 og A1+, til að einfalda 4-6
A2 er með sama fyrir komulag og A1, til að einfalda 7-9
B1 er þá B1 og B1+, og því 10-11
B2 er bara lokalevel fyrir þá sem tala reip-rennandi, og þar að leiðandi numero 12.


Þegar ég byrjaði hérna byrjaði í 1 en núna kominn á 5=A1

Shit þetta var aðeins of steikt en vonandi skýrir þetta eitthvað.. Bottom line, þetta gengur skítsæmilega hérna hjá manni.

# Nýr kafli #

Ég fór í road trip um suður-frakkland 1-4 nóv með þeim Zach frá Nýja Sjálandi, Felix frá Þýskalandi og Chris U.S. and A.
Við leigðum bíl (Opel Meriva) og lögðum af stað í afar skemmtilegt ferðalag.
Myndir frá Road Tripinu eru inná Myspace hjá mér.
Þar sem það gerðist svo margt og ég nenni ekki að skrifa það bloggaði Zach helvíti vel um ferðalagið en þú getur lesið allt um það hér.
Mæli með því þar sem þetta er vel skrifað af stærðfræði-kennaranum frá Nýja Sjálandi.
En er notabene á ensku. Zach er reyndar duglegri en ég að blogga en það eru 2 færslur um þetta þarna aðeins fyrir neðan.

Annars hef ég voða lítið meira að segja, en ég lofa þér Geiri minn og öllum þeim sem skoða bloggið að ég ætla að fara taka mig allheiftarlega á í skrifum.

Ég kveð í svona tussulega ágætlegu ástandi, ekki það ég sé þunnur. Smá sköll bara, ekki vegna þess ég sakna ykkar svo mikið. Eða jújú jájá jéjé þið eruð ágæt!

Love.
Ykkar Samviskulausi, ástkæri og ómótstæðilega myndarlegi Björn Þór J.

|