miðvikudagur, október 10, 2007

Þetta blogg er tileinkað Ásgeiri Halldórssyni

Í dag er vika síðan ég updeitaði ykkur með fréttum frá Frakklandi, það er því kominn tími til að updeita aðeins.

Við ættum kannski bara byrja á skólanum seinasta fimmtudag, í rauninni ekkert óvenjulegur skóladagur. Allt eins og já bara same old same old..
Skólinn er venjulega búinn korter yfir tólf alla daga. Á því var nú smá tilbreyting þennan fimmtudag því að á slaginu tólf kom skólastjórinn inní stofuna til okkar og sagði eitthvað á frönsku, það eina sem ég skildi afþví sem hún sagði var "vín og ostar". Því næst pökkuðu allir saman föggum sínum og héldu útúr stofunni, ég gerði því það sama og elti bekkinn minn..

Ég verð nú að viðurkenna að ég fékk smá sjokk þegar ég kom útúr stofunni, það var semsagt búið að setja upp 4 bása á ganginum, einn fyrir rauðvín, einn fyrir rósavín, einn fyrir snakk og einn fyrir osta.
Já þetta var nú meiri veislan, ég smakkaði þar allar tegundir en fokk shitt brælan af ostunum var svo mikil að ég lagði ekki einu sinni í það.Mér fannst þetta nú helvíti góð tilbreyting að stoppa kennsluna aðeins fyrr svo nemendurnir geti farið í vínssmökkun.

Ég held að svona vínssmökkun væri eitthvað sem Aron sálfræðikennari í Borgó ætti að koma í framkvæmd.

Fimmtudagskvöldið var tekið hérna í rólegheitum, eða drukkið öl og spilað monapoly. Ég var að vinna spilið framanaf en svo var ég staðinn að verki við að vera svindla og þá mátti ég ekki vera með lengur.. Ég reyndi að sannfæra þau um það að væri ekki skemmtilegt að spila monapoly nema ef maður myndi svindla. Þau voru ekki alveg á þeirri skoðun.

Föstudagur, ég, Zack og Felix vorum félagsskítar kvöldsins, beiluðum á því að fara með stelpunum í bæinn. Okkur fannst meira spennandi að spila póker og drekka gin í djús.

Laugardagur, ég, Maria Luisa frá Brasilíu, Chris frá U.S.A., Carina og Amie frá Noregi fórum til Nice um morgunin, ég verð nú að segja að ég bjóst ekki við miklu, en fokk shitt damn þetta var aðeins of nett borg. Við löbbuðum um alla borgina og þetta var bara aðeins of nett allt saman, get eiginlega ekkert lýst þessu betur, bara þið verið að kíkja þangað þá vitiði hvað ég á við.
Reyndar eftir mjög mikið labb dauðvantaði mig línið en ég þraukaði.

Þegar leið á laugardagskveldinu voru allir búnir að byrgja sig upp af búsi og tilbúnir í tjútt, heyrðu þá byrjaði þessi helli rigning sem stóð yfir í um 3 tíma. Þar að leiðandi gerðist ekki mikið það kvöldið.

Á mánudaginn eftir skóla, tóku ég Irena og Felix strætó yfir til Cannes, sem er vægast sagt ekkert spennandi borg, eina sem er varið í þarna er kvikmyndahúsið, sem er alveg risastór og flott bygging en það mátti engin koma nálægt því vegna þess að það stóð yfir einhver tölvuleikjaráðstefna. En rauðu dreglarnir voru þó á sínum stað.
Í Cannes eru 3 svona aðalverslunargöturnar, en þar sem ég þarf að spara allan pening fannst mér ekkert skemmtilegt að labba framhjá Lacoste- og Levis-búðunum þarna.

Ég var núna að koma úr Carrefour, sem er svona IKEA, Rúmfatalagerinn, Hagkaup og Elko allt í sömu búðinni, alveg risastórt.
Ég mátti nú til að deila þessu með ykkur, en ég keypti mér bara einn hlut þar og það var 1.lítra Jack Daniels flaska sem kostaði bara 25.evrur. Í samanburði kostar 700ml flaska 21.evru í litlu súpermörkuðunum.

Ég er reyndar búinn að taka svona 400 myndir hérna, hef bara ekki þolinmæði í að láta vera loadast á netið. Hvar er annars besta leiðin til að gera það ef ég nenni því sov einhvern tímann??

Annars hef ég ekki mikið meira að segja,

Sá Samviskulausi kveður frá Riveríunni.

|

miðvikudagur, október 03, 2007

Góðan daginn öllsömul,

Mér finnst einsog ég sé búinn að vera hérna í nokkra mánuði. Það er ekki það að ég sakni Íslands svo mikið, ég held að það sé einfaldlega vegna þess að ég er að upplifa eitthvað nýtt á hverjum degi og í senn alltaf að kynnast nýju fólki.
Ég er t.d. búinn að kynnast fólki frá 19 löndum. Ekki amalegt það.

Helgin var svona í rólegri kantinum miða við hvað maður er kannski vanur heima, það er nefnilega þannig að það kostar 20 evrur inná alla skemmtistaðina hérna, samt skil ég ekki afhverju stelpurnar komast alltaf frítt inn. En ég og Felix frá Þýskalandi fórum einmitt með stelpunum niður í bæ og við vorum öll búin að samþyggja að fara ekki inná neina staði sem það kostaði inná. Stelpunum fannst góð tillaga að fara á diskótek sem hét The Milk, ég og Felix ákváðum að elta stelpurnar en þær hurfu frítt inná staðinn og ekki ætluðum við að borga neitt.

Því endaði þetta laugardagskvöld bara í rólegheitum niðri á strönd. Þar tjilluðum við Felix frá Þýskalandi og Maria Luisa frá Brasilíu á sólbekkjum og sötruðum á bjór sem við keyptum í arababúð, en vissulega sást ekki til sólar. Svo kom Zack frá Nýja Sjálandi og hitti okkur og þá var haldið heim á leið.

Ég fór á mánudaginn í stórt mall hérna rétt fyrir utan antibes, keypti mér þar sandala og símakort(franska nr. er +33642772269)

Mig langar mjög mikið að fara til Monaco en allir sem eru hérna á heimavistinni eru búnir að fara þangað og það oftar en einu sinni. En ég hef þó tíma fram að jólum til að fara þangað.

Ég er núna bara nýkominn heim þar sem við fórum 6 saman í keilu. Risastór keilusalur hérna, keiluhöllin í Öskjuhlíð er bara djók hliðina á þessu.
En anyways þá tókum við 2 leiki, ég lenti í öðru sæti í fyrsta en var svo pirraður að ég vildi helst fara heim, en ákvað að láta slag standa og taka einn leik í viðbót.

Heyriði haldiði að strákurinn hafi bara ekki rústað seinni leiknum 20 stigum á undan þeim sem var í öðru sæti(Zack).

Ég mæli svo með að allir tékki á vídjóinu á myspeisinu mínu, þar sem að Felix sýnir takta í íslensku, ég er búinn að kenna honum svona allt það helsta sem hann þarf að kunna ef hann skyldi heimsækja Ísland.

Svo er víst eitthvað hellað fyllirý á morgun, ég meina ef til mín er leitað þá læt undan þeirri áskorun. Spurning hvort ég meiki að vera þunnur annan föstudaginn í röð í skólanum, ég var nú bara vanur að skrópa í skólann á föstudögum í Borgó back in tha dayz..

En ég kveð að sinni,

Blessjú

|