miðvikudagur, september 26, 2007

Boltinn er byrjaður að rúlla!

Ég byrjaði í gær í skólanum og fór í fyrsta tímann, kennarinn er indæl eldri kona. Hún talar reyndar enga ensku en hún útskýrir allt með svo leikrænum hætti að mér tókst að skilja allt sem gekk á fyrsta skóladaginn.


Við erum 8 í bekknum, engin frá sama landi sem gerir þetta að skemmtilegri blöndu.
Semsé:
Amaka frá Nigeríu
Martin frá Tékklandi
Christof frá Bandaríkjunum
Natchsa frá Englandi
Berta frá Spáni
Koen frá Hollandi
Cathrine frá Írlandi
og Bjorn frá Íslandi ;)


Stöðupróf eru vikulega til að sjá árangur ef maður á að skipta um level, ég er enn sem komið er á byrjunarreit.
Mér hefur svo sannarlega tekist að heilla kennarann, hún segir allavega: Bjorn suis drôle. Henni finnst voðalega fyndið að hlægja af mér bera fram S og R, ég verð að viðurkenna að ég á stundum svolítið erfitt með það, en það er ekki það að ég sé með of stutta tungu af og frá.


En já svo eftir skóla í gær labbaði ég heim á Castel Arabel með Amii frá Noregi, við fengum okkur að borða og fórum svo á ströndina.
Ströndin er alveg geggjuð, við vorum þar í rúma 3 tíma og er strax farinn að sjást árangur hjá mér á taninu.

Í dag var aðeins meiri keyrsla í tímum heldur en í gær, maður kemst heldur ekki upp með neitt annað en að tala frönsku í tímum. Svo þetta lofar góðu.

Þegar ég labbaði svo útúr skólastofunni áðan, var mér litið út, það var þessi helli helli helli rigning. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt, ekki einu sinni á skerinu góða.
Ég þurfti því að labba heim, ég vildi ekki láta Lloyd inniskóna mína blotna svo ég setti þá ofan í tösku og labbaði heim á tánum. Þegar ég kom heim þurfti ég að vinda öll fötin mín og nærbuxurnar líka, svo mikil var rigningin.
Luka frá Sviss sagði mér að löggan hefði þurft að loka sumum götum afþví þær voru óökuhæfar vegna polla sem mynduðust.

Þetta var mesta rigning sem ég hef lent í, og það á víst að rigna svona líka á morgun.. obbobobb.

Í kvöld kíkti ég niður í eldhús um 8 og útbjó eða nei skítamixaði eitthvað lasagna í ofninum sem var viðbjóðslega vont. Ég gafst því fljótt upp á því og kom mér fyrir við barinn.

Þar sátu ég, Felix og Christof og ræddum heimsmálin eða svona eins gárungar segja..
Ég var mest í því að segja þeim frá Þjóðhátíð og íslenskum byttum einsog Magga mínum Hödd ;) og svo var hitt og þetta rætt.

Hahaha já ég er orðin frekar steiktur, vildi bara deila þessu, niggið að vild
but what can I say, the ladies love me!


En góða nótt og bless
Björn Þór

|

mánudagur, september 24, 2007

Skrýtið..?

Ég vil bara byrja á því að þakka öllum fyrir mjög gott kvöld á föstudaginn, bæði heima hjá mér og á Ölver. Menn vilja meina að Ómar náttbuxur hafi verið maður kvöldsins og ég held að hann hafi bara verið vel af titlinum kominn, þrátt fyrir mikla þolinmæði að hafa beðið svo lengi eftir okkur.
Eitt sem ég var að pæla...? Þekkir einhver omma nátt?

Nú er ég kominn til Antibes í suðurhluta Frakklands, öllu heldur á frönsku riveríunni. Já það má eiginlega orða það þannig, það er svo margt eitthvað. Ég staddur í allt öðru landi en ég er vanur, ég er í kringum fólk sem þekki ekki neitt, þetta er algjörlega nýtt umhverfi. Ég er samt viss um allir geti andað léttar. Mér tókst strax í kvöld að detta inní hóp af góðu fólki, sem ég er viss um að ég eigi eftir að kynnast betur.

Þegar ég kom útúr fríhöfninni bjóst við að sjá bílstjóra frá skólanum halda á spjaldi með nafninu mínu, en þar var engan að sjá. Ég ráfaði þarna um í smá stund áður en ég áttaði mig á því að það gæti verið sniðugt að spyrjast bara fyrir í upplýsingum (airport information). Þegar ég labbaði þar að borðinu sjá ég stórann skjá með upplýsingum á. Þar stóð "Message for Mr. Johannsson". Skilaboðin voru þau að bílstjóranum myndi seinka aðeins, ég beið því salla rólegur eftir bílstjóranum, sem var nú bara stákur jafngamall mér og í skólanum sem ég er í. Hann hét Andres og er frá Þýskalandi.

Þegar ég kom upp á heimavistina, Castel Arabel, kynnti Andres mér fyrir Bernard. Bernard sá um að láta mig fá lykil að herberginu.

Eftir að Bernard umsjónarmaður Castel Arabel (heimavistarinnar) hafði sýnt mér herbergið mitt og ég hafði komið mér fyrir, tekið uppúr töskum og tilheyrandi. Skellti ég mér í stuttbuxur og rölti niður í garð. Þar er þetta einsog á hóteli, það er að segja, sundlaug, garðstólar og bar. Mjög notalegt umhverfi, held ég eigi ekki eftir að vera lengi að venjast þessu.

Þegar ég kom niður í garðinn var ég bara ég! Stóð fyrir framan um 10 krakka sem ég þekkti ekkert og sagði hátt: "My name is Bjorn from Iceland". Þá svaraði fljótt ein stelpa "ég heiti Snædís frá akureyri", þar komst ég að því að ég var ekki eini íslendingurinn á svæðinu. En þarna voru 5 stelpur frá Noregi, strákur frá Svíþjóð, Felix frá Þýskalandi, Zack frá Nýja Sjálandi og svo ein stelpa frá Spáni. Ég hafði ekki setið þarna lengi þegar ein stelpan frá Noregi kom færandi hendi með eitt stykki bjór, semsagt fyrsti bjórinn er alltaf í boði húsins. Bjórinn kostar btw 90kr.

1. skóladagurinn!

Ég vaknaði kl. 07:50, hitti krakkana fyrir utan korter yfir 8. Við löbbuðum svo saman í skólann, smá spotti, tók um 20 min.

Þegar ég kom í skólann fóru þau öll í tíma en ég fór og beið með öllum nýju krökkunum. Svo kom til okkar ítali að nafni Claudio og fór með alla nýju nemendurna í skoðunarferð um bæinn. Við keyrðum fram með ströndinni þar sem öll stærstu og flottustu húsin voru.
Þarna áttu George Clooney, Angelina Jolie, Zidane hús og svo var hús þarna í eigu fjölskyldu John Wayne (hver er það samt aftur?). Vægast sagt mjög flott hús.

Eftir þessa skoðunarferð var tekin matur í miðbæ Antibes. Kannski rétt að benda Byssa, áhugamanni um fallegar kirkjur að fallegasta kirkja í heimi er hérna, stendur upp hæð þar sem er útsýni yfir Antibes, Cannes og sést yfir til Nice. Mér skildist á Claudio að Nora Jones hefði haldið tónleika þarna seinasta vetur.

Þetta lofar bara góðu, er að fara detta í the supermarket með tveimur norskum gé joð ellum..

Samviskulausi kveður að sinni.

|

þriðjudagur, september 11, 2007

Misskilningur getur verið alveg æðislegur!

Þá sérstaklega ef menn notfæra sér hann einsog ég í þessu tilviki hér að neðan.

Ég var að ræða við Sonný Láru á msn um brottför mína til Frakklands, hún spyr...:

Sonný says:
en hvenar ferðu svo út ?

† björn þór j, gott gott says:
eftir 12 kveð ég skítaskerið

Sonný says:
HA ertu að fara í dag ?

† björn þór j, gott gott says:
jamm

Sonný says:

bíddu okey og ertu búin að pakka og allt saman !!

† björn þór j, gott gott says:
jamm, allt klárt and ready to go.. er samt ekki búinn að kveðja næstum því alla en ég kem aftur í des svo þetta er ekkert stórmál

Sonný says:
nei segðu ... en það er samt skemmtilegra að kveðja alla !! en vá ertu þá ekki spenntur núna, það er bara að verða að þessu !!!

† björn þór j, gott gott says:
jájá það er allt að bresta á.. verst að hafa ekki djammað um helgina, ég ætlaði að fara 23.sept en svo fékk ég gefinst flug núna afþví að einhver kona sem vinnu rmeð mömmu á flug út til parísar en hætti við þá fékk ég bara miðan, þannig það munaði helling..

Sonný says:
já guð ég skil það !! en frekar glatað að geta ekki tekið lokadjamm á íslandinu góða fyrir svona langtíma brottför .... En þú djammar bara á frönsku riveriunni í staðinn !!!

† björn þór j, gott gott says:
jájá ég geri það

Sonný says:
verðuru í heimavist eða í íbúð þarna úti ?

† björn þór j, gott gott says:
svona heimavist, samt alveg geggjað flott með sundlaug og bar alla græje

Sonný says:
já shitt maður þetta verður geggjað !!

† björn þór j, gott gott says:
já en nenniru kannski að skila kveðju frá mér til stelpnanna, ég náði ekkert í þær helenu og kristrúnu.. er að fara bara eftir 20 min út á völl

Sonný says:
já ég skal gera það !!! en skemmtu þér ógeðslega vel og njóttu þess að vera þarna úti og slappa af og læra frönsku og farðu vel með þig þarna úti Björn Þór !!

† björn þór j, gott gott says:
jamm geri það


Elsku Sonný mín, ég biðst innilega afsökunar á þessu prakkarastriki.

Ég ætlaði í byrjun að segja "eftir 12 DAGA kveð ég skítaskerið", en orðalagið hjá mér fór aðeins á mis, þannig að Sonný hefur lesið þetta þannig að ég væri að fara eftir hádegi í dag.
Samt aðeins of fyndið.

Ég fer ekki fyrr en 23.sept og ætla sko að gera eins vel og ég get í að kveðja alla..

Enn og aftur sorry Sonný mín ;)

|