Boltinn er byrjaður að rúlla!
Ég byrjaði í gær í skólanum og fór í fyrsta tímann, kennarinn er indæl eldri kona. Hún talar reyndar enga ensku en hún útskýrir allt með svo leikrænum hætti að mér tókst að skilja allt sem gekk á fyrsta skóladaginn.
Við erum 8 í bekknum, engin frá sama landi sem gerir þetta að skemmtilegri blöndu.
Semsé:
Amaka frá Nigeríu
Martin frá Tékklandi
Christof frá Bandaríkjunum
Natchsa frá Englandi
Berta frá Spáni
Koen frá Hollandi
Cathrine frá Írlandi
og Bjorn frá Íslandi ;)
Stöðupróf eru vikulega til að sjá árangur ef maður á að skipta um level, ég er enn sem komið er á byrjunarreit.
Mér hefur svo sannarlega tekist að heilla kennarann, hún segir allavega: Bjorn suis drôle. Henni finnst voðalega fyndið að hlægja af mér bera fram S og R, ég verð að viðurkenna að ég á stundum svolítið erfitt með það, en það er ekki það að ég sé með of stutta tungu af og frá.
En já svo eftir skóla í gær labbaði ég heim á Castel Arabel með Amii frá Noregi, við fengum okkur að borða og fórum svo á ströndina.
Ströndin er alveg geggjuð, við vorum þar í rúma 3 tíma og er strax farinn að sjást árangur hjá mér á taninu.
Í dag var aðeins meiri keyrsla í tímum heldur en í gær, maður kemst heldur ekki upp með neitt annað en að tala frönsku í tímum. Svo þetta lofar góðu.
Þegar ég labbaði svo útúr skólastofunni áðan, var mér litið út, það var þessi helli helli helli rigning. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt, ekki einu sinni á skerinu góða.
Ég þurfti því að labba heim, ég vildi ekki láta Lloyd inniskóna mína blotna svo ég setti þá ofan í tösku og labbaði heim á tánum. Þegar ég kom heim þurfti ég að vinda öll fötin mín og nærbuxurnar líka, svo mikil var rigningin.
Luka frá Sviss sagði mér að löggan hefði þurft að loka sumum götum afþví þær voru óökuhæfar vegna polla sem mynduðust.
Þetta var mesta rigning sem ég hef lent í, og það á víst að rigna svona líka á morgun.. obbobobb.
Í kvöld kíkti ég niður í eldhús um 8 og útbjó eða nei skítamixaði eitthvað lasagna í ofninum sem var viðbjóðslega vont. Ég gafst því fljótt upp á því og kom mér fyrir við barinn.
Þar sátu ég, Felix og Christof og ræddum heimsmálin eða svona eins gárungar segja..
Ég var mest í því að segja þeim frá Þjóðhátíð og íslenskum byttum einsog Magga mínum Hödd ;) og svo var hitt og þetta rætt.
Hahaha já ég er orðin frekar steiktur, vildi bara deila þessu, niggið að vild
but what can I say, the ladies love me!
En góða nótt og bless
Björn Þór
