miðvikudagur, júní 13, 2007

Það sem er, verður.

Öll stefnum við að einhverju í lífinu, öll setjum við okkur markmið og reynum eftir okkar bestu getu að framkvæma þau. Ekki eru margir sem setja sér þau markmið að vinna í sjoppu, leikskóla eða sótthreinsun og þrif allt sitt líf. En það eru alltaf einhverjir sem leitast ekki við neinu meira og sætta sig bara við núverandi ástand og gera ekkert í hlutunum. Eru það þá eintómir meðalmann, tja maður kann að spyrja sig. Svo eru það þeir sem setja sér háleit markmið og standa við þau og verða að einhverju t.d. eðalmenni. Það geta allir gert, bara ef þeir hafa viljann og metnaðinn.

Ég er dæmi um mann sem er ekkert að pæla of mikið í hlutunum, hvað lýsir mér þá best...?
A) Metnaðarlaus?
B) Kærulaus?
C) Samviskulaus?
D) Allslaus?
E) Hasshaus?

Já hvað segið þið Gárungar hvað á best við um Björn Þór, kannski smá blanda af A B og C.

Ég á mér þó mína drauma og hugsa oft um það hvar ég sé sjálfan mig eftir 10 ár. Staðreyndin er samt sú að þegar ég hugsa um mig eftir 10 ár. Þá hugsa ég ekki hmm, kominn með hús, bíl, börn, konu og góða vinnu. Ég hugsa um alla vini mína sem ég hef eignast á lífsleiðinni.

Ég hugsa alltaf.. verða þeir ekki örugglega í lífi mínu þá.

En að aftur að draumum og framtíðarplönum.

Ég vann í Golfverslun Nevada Bob í ca. 4 ár, s.s. ágæt vinna, ég fann mig alveg ágætlega sem sölumaður, engin sölumaður dauðans þó svo að maður hefði stundum getað selt ónytsamlegt og asnalegt golfdrasl. En það fylgdi bara starfinu.Ég hef oft hugsað mér að geta verið sölumaður í framtíðinni, og jafnvel í minni eigin verslun. (hvað sem ég myndi s.s. selja þar veit ég ekki).

Seinustu 2 sumur vann ég í álverinu í Straumsvík fyrra sumarið sem rafgreinir og núna í sumar sem áltaki. Frábær vinna, vel borgað, fínn mórall og alveg ásættanlegur vinnutími ef tillit er tekið til 5 frídaga á móti 5 vinnudögum. En ég er þó alveg viss um að framtíð minn liggur ekki í álverinu í Straumsvík.

Seinast liðin 4 ár eða frá því ég byrjaði í framhaldsskóla hef ég verið að fikra mig áfram sem dj. Ég hef tekið að mér gott ef ekki öll gigg sem mér hafa verið boðin og þó ég segi sjálfur frá þá held ég að ég hafi bara aldrei klikkað. Auðvitað er aldrei hægt að gera öllum til geðs en það er alltaf meiri hlutinn sem ræður og hann er oftast á dansgólfinu.

Dj-bransinn er alveg eitthvað sem ég hef áhuga á og er til í að leggja metnað minn í. Menn geta þénað ágætan vasapening en þó erum við ekki að ræða um neitt 100% starf hvað þá framtíðarstarf.

Skemmtilegt að segja frá því að þegar ég var yngri vildu allir verða löggur en ég svo lítill en samt sem áður mjöög skynsamur, hugsaði ef allir vilja verða löggur hver á þá að vera í slökkviliðinu. Ég vildi verða slökkviliðsmaður þegar ég var lítill. Bjarga konum úr neyð og köttum úr trjám. Það voru sko Hetjur í því djobbi.

Ekki finn ég til löngunar í dag að ganga í slökkviliðið. Þó svo að stelpur fýli menn í búningum..(þær hafa samt ekki séð mig í skítagallanum úr álverinu)

Ég hætti í Borgarholtsskóla Íslands um áramótin, Ég held að kraftar mínir séu betur nýttir í álverinu en í BHSÍ. Ég þéna allavega góðan pening þar, ég þarf bara að læra að fara með peningin en það er annað mál.

Ef að maður tekur aldrei spor í átt sem maður þekkir ekki, veit maður aldrei hvort maður muni stíga gæfuspor.

Quote: Hrannar Már; Það er ekki langt síðan að vörubíll keyrði yfir tilfinningar mínar.

Ég kveð að sinni. Virðignarfyllst.
Björn Þór J. "Samviskulausi Anskotinn

|