mánudagur, apríl 23, 2007

Ég ætla að spila í seinasta skipti á klúbbnum við gullinbrú fimmtudaginn 26.apríl 2007.
Því að lýðveldið Ísland á afmæli í dag!


Nei einn nettur brandari svona til að byrja þetta. Ég veit vel að lýðveldið Ísland á ekkert afmæli 23.apríl.

Hvað er annars að frétta? Hvað ber hæst í huga mér þessa dagana.. Látum okkur nú sjá.

Helgin ný afstaðin og hvað mig varðar, þá var ég bara ósköp rólegur. Lá mest megnis uppí bæli og horfði á Prison Break, Desperate Housewives(hvernig sem það kann að hljóma), Payback og Double Team(djöfull er Dennis Rodman alveg með þetta). Auk þess að vinda mér í Football Manager svona öðru hverju. Já ég er ekki frá því að þetta hafi verið ein mesta leti helgi ársins so far. Skemmtileg tilbreyting að vakna með engan hausverk og annað eins sem kann að fylgja þessu djammi. Við skulum þó ekki minnast á lyktina.

Ég verð þó að pota einu inn. Ég fór útí 10-11 um miðnætti á laugardagskvöldið, ég gekk þarna inn og ákvað í einni andrá að kaupa mér túnfisksamloku frá Sóma. En áður aðgætti ég að dagsetningin væri rétt. Jú dagsetning var pökkunardagur 21.apríl, þannig það stemmdi allt, ég keypti með ískalda kók og hélt heim á leið. Þegar heim var komið setti ég mig í stellingar og gerði mig tilbúinn til að borða túnfiskssamlokuna mína, ég tók hana úr plastinu og tók bita. Á sama augnabliki og ég er að tyggja bitann er mér litið inní samlokuna. Ég náfölnaði allur og fékk æluna uppí háls, ég spýtti bitanum útúr mér. Það sem ég sá inní samlokunni var svört og græn mygla. Eftir nánari athugun var samskonar mygla á bitanum sem ég spýtti útúr mér.

Þar sem að ég hef verið mikill aðdáandi túnfiskssamlokna frá Sóma í gegnum tíðina get ég ekki hugsað mér núna að fá mér aftur slíka samloku. Þegar ég hugsa útí þetta þá kemur bara mómentið upp þegar ég er með bitann uppí mér og sé mygluna.. ojj ég er hættur að tala um þetta í bili. Þetta er ógeðslegt!!

Hvað vinnuna varðar þá er yfirmaður minn hættur, þegar ég frétti það hélt ég að það myndi þýða að ég gæti komist aftur í sæluna sem ég var vanur áður. En nei ég þarf víst að vinna hér og fylla uppí stöðu fyrrum yfirmanns míns þar til nýr maður/kona finnst í starfið.

Hvað annað varðar, þá held ég hætti að dj-ast. Þ.e.a.s. á klúbbnum/mangó grill sportbar.
Þó ég fái fínt borgað, þá er það bara ekki allt. Það er allur sjarmur farinn frá staðnum og alltaf tómt á þessum climax kvöldum. Ég held að þegar að Bryndís og Einar seldu þá hafi þetta verið svona smá sign fyrir mig. Ég ætla að spila í seinasta skipti á klúbbnum við gullinbrú fimmtudaginn 26.apríl 2007.
Ég vona bara að sem flestir mæti.

Meira hef ég í rauninni ekki að segja í bili.
Ég læt þetta gott heita.
Veriði sæl.
S.A.

|

fimmtudagur, apríl 12, 2007

Út frá athugasemd(commenti) frá Þorsteinni Vaff Einarssyni ákvað ég að skrifa nokkrar línur.

Þorsteinn sagði “Ef ég myndi tíma að kaupa mér geisladisk myndi ég líklega kaupa mér diskinn hennar Ágústu Evu eða Silvíu Nightur. Einfaldlega vegna þess að mér finnst hún svo hrikalega sæt, sérstaklega í Kastljósi um daginn og líka því platan selst ekki skít og ég vorkenni henni!En eigum við ekki að segja að karakterinn hennar geti ekki ætlast til þess að maður kaupi plötuna... hann er svo fokk leiðinlegur! Ágústa Eva er alveg föstudagur og jafnvel líka laugardagur í Eyjum.”

Ég er búinn að hlusta vel á diskinn, fór á útgáfutónleika hennar á Nasa og mér líkaði hvorutveggja bara vel.

Maður þarf samt að hlusta á diskinn alveg 5x til að ná þessu alveg. Titillag plötunnar Goldmine er t.d. alveg lag sem ég sæi fyrir mér að spila við vel valinn tækifæri.

Þar sem að Silvía Night er svona semi copy af Paris Hilton, þ.e.a.s. þær halda að þær eigi heiminn, gefa út bók (sæll gillz) og svo plötu. I samanburði finnst mér meira að segja Silvíu Night platan bara örlítið skárri en plata hinnar annars drykkfelldu og djammglöðu Paris Hilton.

Karakterinn er í sjálfu sér orðin þreyttur en samt sem áður er þetta ekki ósvipað því og t.d. Paris Hilton er að gera. Hún býr til einhverja staðalímynd sem á að vera hrókur alls fagnaðar anytime. En satt best að segja verður þetta þreytt með tímanum einsog allt annað og fólk hættir að taka eftir viðkomandi þegar hún stendur og öskrar á athygli. Fólk byrjar að leiða þetta hjá sér. Silvia night shining in the light and so on.

SUPERSTAR!!

Eitt annað sem ég verð að pota inn, ég var að hlusta á FM957 um daginn og leiðinlegasti útvarpsmaður heims var í loftinu The G-Man eða bara Rikki Gé. Hann var að fara byrja kynna lag og hann sagði: “Mér er óhætt að segja að næsta lag er hægt að setja í sama flokk og Stairway to Heaven með Zepplin, Bohemian Rhapsody með Queen og Paradise City með Guns því þetta lag er algjört meistaraverk. Hér eru strákarnir í My Chemical Romance með lagið Welcome to the black parade.”

Á þessu augnabliki vissi ég ekki hvort ég ætti að hlægja eða gráta. Ég var í sjokki, ég skipti um stöð, kentaði mig niður og hélt leið minni áfram.

Bestu kveðjur,
Ingjaldsfílfið!

|

mánudagur, apríl 09, 2007

Ég veit ekki afhverju? Þetta bara gerist!

Það eiga sér allir áhugamál.
Ég á mér alveg fullt af áhugamálum og reyni alveg að stunda þau eftir minni bestur getu.
En þar fyrir utan er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að kaupa mér geisladiska.
Í dag er 9.apríl, á þessum 9 dögum hefur mér tekist að kaupa mér alls 12 geisladiska og 2 vínylplötur.

Anywayz diskarnir eru eftirfarandi:

Pearl Jam - Angry Love ´vol 3
Pearl Jam - Angry Love ´vol 4
Mika - Life in Cartoon Motion
Guns N´Roses - Use Your Illusion 1
Guns N´Roses - Use Your Illusion 2
Fergie - The Dutchess
The Notorious BIG - Greatest Hits
Buena Vista Social Club - Rhytms Del Mundo Cuba
Gus Gus - Forever
Elton John - Rocket Man
Peter, Bjorn and John - Writer´s Block
Silvia Night - Goldmine

Já þar hafið þið það.

Gleðilega Páska and so on!

|

mánudagur, apríl 02, 2007

Maður þarf ekki að vera einhver svaka penni til að geta skrifað það sem koma skal.

Ég get alveg viðurkennt að ég er drullusvekktur með niðurstöðu Hafnfirðinga um deiliskipulagið. Hafnfirðingar kusu að Alcan á Íslandi hf. fengi ekki að stækka verksmiðju sína í Straumsvík í 460.000 tonn á ári. Heldur mun verksmiðjan sitja áfram í 180.000 tonnum á ári.

Það munaði aðeins 88 atkvæðum, því var þetta ansi tvísýnt og gat í sjálfu sér dottið báðu meginn. Rétt áður en síðustu tölur voru gefnar upp, fór sami fiðringur um mig og þegar maður bíður eftir úrslitum í Morfís ræðukeppni.

Ég hef það á tilfinningunni að þessu sé ekki lokið. Við gefumst ekki svo auðveldlega upp.
Þó svo að ég viti ekki hvað koma skal og hvað þá hvað stjórnendur fyrirtækisins ætla sér að gera í málinu á komandi misserum.

Við lögðum öll spilin á borðið, lögðum okkur öll fram, sýndum samstöðu, sögðum sannleikann og umfram allt vorum heiðarleg.

Fólk hafði unnið að þessari stækkun í 8 ár, þó svo að ég hafi slegist í hópinn í byrjun janúar finnst mér það ekki til í stöðunni að leggja árar í bát og gefast upp. Hvernig ælti samstarfsmönnum mínum sem hafa unnið að þessu í 8 ár líði?

8 ár, ég var varla fermdur fyrir átta árum síðan.

Úr einu í annað.

Pétur Óskarsson(Sól í straumi) og þeir 6381 Hafnfirðingur sem greiddu gegn tillögunni mega gleðjast en aðeins í skamman tíma. Því ég sé Hafnarfjörð fyrir mér eftir nokkur ár líta út einsog Ljósulendi heimili Ljónanna í Lion King eftir að Híönurnar tóku völdin. Allt svart, allur gróður dauður, ekkert dýralíf og Pétur Óskarsson er bæjarstjóri.

Já maður kann að spyrja sig er það það sem Hafnfirðinar vilja? Er það paradísin sem 6382 Hafnfirðingar leita af?

Hafnarfjörður/Ljósulendi??

Þegar stórt er spurt, er fátt um svör. Orðið er laust.

|