Ég ætla að spila í seinasta skipti á klúbbnum við gullinbrú fimmtudaginn 26.apríl 2007.
Því að lýðveldið Ísland á afmæli í dag!
Nei einn nettur brandari svona til að byrja þetta. Ég veit vel að lýðveldið Ísland á ekkert afmæli 23.apríl.
Hvað er annars að frétta? Hvað ber hæst í huga mér þessa dagana.. Látum okkur nú sjá.
Helgin ný afstaðin og hvað mig varðar, þá var ég bara ósköp rólegur. Lá mest megnis uppí bæli og horfði á Prison Break, Desperate Housewives(hvernig sem það kann að hljóma), Payback og Double Team(djöfull er Dennis Rodman alveg með þetta). Auk þess að vinda mér í Football Manager svona öðru hverju. Já ég er ekki frá því að þetta hafi verið ein mesta leti helgi ársins so far. Skemmtileg tilbreyting að vakna með engan hausverk og annað eins sem kann að fylgja þessu djammi. Við skulum þó ekki minnast á lyktina.
Ég verð þó að pota einu inn. Ég fór útí 10-11 um miðnætti á laugardagskvöldið, ég gekk þarna inn og ákvað í einni andrá að kaupa mér túnfisksamloku frá Sóma. En áður aðgætti ég að dagsetningin væri rétt. Jú dagsetning var pökkunardagur 21.apríl, þannig það stemmdi allt, ég keypti með ískalda kók og hélt heim á leið. Þegar heim var komið setti ég mig í stellingar og gerði mig tilbúinn til að borða túnfiskssamlokuna mína, ég tók hana úr plastinu og tók bita. Á sama augnabliki og ég er að tyggja bitann er mér litið inní samlokuna. Ég náfölnaði allur og fékk æluna uppí háls, ég spýtti bitanum útúr mér. Það sem ég sá inní samlokunni var svört og græn mygla. Eftir nánari athugun var samskonar mygla á bitanum sem ég spýtti útúr mér.
Þar sem að ég hef verið mikill aðdáandi túnfiskssamlokna frá Sóma í gegnum tíðina get ég ekki hugsað mér núna að fá mér aftur slíka samloku. Þegar ég hugsa útí þetta þá kemur bara mómentið upp þegar ég er með bitann uppí mér og sé mygluna.. ojj ég er hættur að tala um þetta í bili. Þetta er ógeðslegt!!
Hvað vinnuna varðar þá er yfirmaður minn hættur, þegar ég frétti það hélt ég að það myndi þýða að ég gæti komist aftur í sæluna sem ég var vanur áður. En nei ég þarf víst að vinna hér og fylla uppí stöðu fyrrum yfirmanns míns þar til nýr maður/kona finnst í starfið.
Hvað annað varðar, þá held ég hætti að dj-ast. Þ.e.a.s. á klúbbnum/mangó grill sportbar.
Þó ég fái fínt borgað, þá er það bara ekki allt. Það er allur sjarmur farinn frá staðnum og alltaf tómt á þessum climax kvöldum. Ég held að þegar að Bryndís og Einar seldu þá hafi þetta verið svona smá sign fyrir mig. Ég ætla að spila í seinasta skipti á klúbbnum við gullinbrú fimmtudaginn 26.apríl 2007.
Ég vona bara að sem flestir mæti.
Meira hef ég í rauninni ekki að segja í bili.
Ég læt þetta gott heita.
Veriði sæl.
S.A.
