fimmtudagur, mars 22, 2007

Samviskulaus í orðsins fyllstu merkingu!

Þannig er mál með vexti að ég ákvað að setja í "personal message" á msn setninguna "Viðbeinsbrotinn í 3ja sinn á vinstri öxl og lærbeinsbrotinn". Ég veit nú ekki afhverju eða jú kannski til að vekja smá umtal eða til að fá spurningar um hvort þetta væri allt saman rétt.
Ekki leið á löngu þar til fólk var farið að spyrja hvað hefði skeð?
Sú sem datt best í gryfjuna var hún Sandra Glamour-pía með meiru. Hér að neðan er samtalið í heild sinni.

Sandra Ari - www.glamour.bloggar.is www.myspace.com/sandrasif says:
hæhæ
Sandra Ari - www.glamour.bloggar.is www.myspace.com/sandrasif says:
bíddu hvað kom fyrir ?
Mú Sjú says:
ég lenti í smá slysi í vinnunni
Sandra Ari - www.glamour.bloggar.is www.myspace.com/sandrasif says:
smá !
Sandra Ari - www.glamour.bloggar.is www.myspace.com/sandrasif says:
en hvað gerðist ?
Sandra Ari - www.glamour.bloggar.is www.myspace.com/sandrasif says:
það er nú ekkert smá að lærbeinsbrotna
Mú Sjú says:
klessti lyftari á mig
Sandra Ari - www.glamour.bloggar.is www.myspace.com/sandrasif says:
guð !!!

Mú Sjú says:
ég var mjög heppin.. hann náði að bremsa sig niður, en ég fékk gaffalinn í lærið og flaug aftur á bak og lenti á öxlinni
Sandra Ari - www.glamour.bloggar.is www.myspace.com/sandrasif says:
ojjj !!!
Sandra Ari - www.glamour.bloggar.is www.myspace.com/sandrasif says:
gerðist þetta bara í dag ?
Mú Sjú says:
já bara nú kl. hálf 4 ég var bara að koma heim af spítalanum ´nuna
Sandra Ari - www.glamour.bloggar.is www.myspace.com/sandrasif says:
Sandra Ari - www.glamour.bloggar.is www.myspace.com/sandrasif says:
láttu þér nú batna væni minn !!
Sandra Ari - www.glamour.bloggar.is www.myspace.com/sandrasif says:
en áttu e-h skemmtileg ný lög ?

Mú Sjú says:
já takk fyrir það.. já en er í lagi að ég sendi þér seinna ælta að reyna hvíla mig
Sandra Ari - www.glamour.bloggar.is www.myspace.com/sandrasif says:
já auðvitað
Sandra Ari - www.glamour.bloggar.is www.myspace.com/sandrasif says:
en er þetta slæmt brot í lærinu Ð
Sandra Ari - www.glamour.bloggar.is www.myspace.com/sandrasif says:
?
Mú Sjú says:
nei ekki svo
Mú Sjú says:
en ég ætla að leggja mig, bæbæ
Sandra Ari - www.glamour.bloggar.is www.myspace.com/sandrasif says:
já gerðu það væni og láttu þér nú líða vel


Hahaha mér finnst ég svo mikið kvikindi að ég elska það.

Svo fékk ég sp. sem mér tókst ekki að svara afþví ég var ekki við tölvuna.

Hér eru þær...

*Bryndis* says:
biddu biddu hvað kom fyrir þig?

Gréta María says:
jiii hvað kom fyrir ?

Elvar says:
hvað í fjandanum kom fyrir þig drengur??

John O'Shea says:
Hvern andskotann varst þú að gera?


Ég vil biðja alla velvirðingar á þessu prakkarastriki mínu.
SAMVISKULAUSI ANSKOTINN kveður að sinni. Stálhraustur ;)

|

mánudagur, mars 12, 2007

Andinn í lampanum?

Ég sat þögull þennan dag og þagði,
einn í þessum stóra garði.
Virti fyrir mér land og þjóð
Þýðingarmikið stolt, því samdi ég ljóð

Já kæru landar,

Nú þegar ég ákveð að blogga, hugsa ég með mér “váá hvað ég hef mikið að tala um” en akkúrat þá verð ég einhverneginn orðlaus. Nú sit ég hérna við lyklaborðið. Reyndar búinn að sitja við borðið síðan kl. 8 í morgun. Álverið í Straumsvík góðan dag, get ég aðstoðað. EMMITT

Ég varð fyrir áfalli í morgun, mig langar til að deila því með ykkur, í morgun brá mér heldur betur í brún. Í svefni á ég það til að “velta mér á hina hliðina”. En ég lá þarna steinsofandi í rúminu, svo allt í einu tek ég þetta move “velti mér á hina hliðina” nema hvað að ég vakna upp á gólfinum, ég vissi hvað snéri upp né niður mér var svo brugðið. Hjartað sló ört og títt, þegar ég loks áttaði mig á hvar ég var og hvað hefði skeð, skreið ég aftur uppí rúm og undir sæng. Leit á klukkuna, hún var 06:03. Jess ég gat sofið í klukkutíma í viðbót hugsaði ég. Nokkrum mínútum seinna hafði ég náð mér niður eftir fallið og sofnaði.

Afar dramatísk reynslusaga þarna á ferð. Um unga strákinn sem datt úr rúminu sínun.. Ég ætti kannski að fá mér svona grind á endann svo ég detti ekki aftur út.

Anyways..

Úrslit Morfís(Ú-fís) föstudaginn nk. í Háskólabíói, þar munu eigast við Borgarholtsskóli Íslands og Menntaskólinn við Hamrahlíð. Umræðuefnið er "Á mannkynið að taka upp eitt sameiginlegt tungumál"

MH mælir með
Borgó mælir með málbandi

Ég hef svo sem ekki mikið meira að segja að svo stöddu, ég kveð að sinni.

Með virðingu og vinsemd.
Sá Samviskulausi.

|