fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Ef að einhver á Pottþétt 2 diskinn þá má sá hinn sami endilega lána mér um stundarsakir?

Höfum þetta stutt í dag.

Fyrsta mál á dagskrá: Ræðukeppni í kvöld milli Borgó og fg, Lið RLBHSÍ á í fyrsta skipti í sögu skólans möguleika á að komast í úrslit. Verður því gaman að sjá hvernig þetta fer hjá þeim.

Annað mál á dagskrá: Ég er að fara spila fös og lau í Keflavík, þannig það verður lítið um djamm hjá mér þessa helgina.

Þriðja mál á dagskrá: Tottenham vann Everton í gær 2-1

Fjórða mál á dagskrá: Bíttí´þig

Fimmta mál á dagskrá: London, Ég, A.P. og Hlunkurinn erum að fara til London eftir tæpa 6 daga, eða 1. mars. Tilefnið er að halda uppá tvítugsafmæli A.P. sem er einmitt á laugardeginum.

Sexta mál á dagskrá: Friðjón þú ert nú meiri djöfulsins lygarinn!

Sjöunda mál á dagskrá: Váá ég er kominn uppí sjö, þá held ég að þetta sé komið gott í bili.

Samviskulausi Anskotinn kveður að sinni.

|

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Hrannar er vangefinn

Ég lifi í draumi, eða svona hérum bil draumi. Mig dreymir allavega stöðugt dagdrauma, ekki líður sá dagur að ég detti ekki út, því svo djúpt sokkin í dagdrauma að það nær ekki nokkurri átt. Þá dreymir mig oftar en ekki þar sem ég lifi einsog kóngur í Delhi í Indlandi eftir að hafa unnið í Víkingalottóinu hér heima. Þarna er ég í Delhi og lifi einsog kóngur, ég er hetjan og kvenþjóðin elskar mig.

Ekkert ósvipað hinum raunverulega heimi sem ég lifi í. Fyrir utan kannski einn eða tvo hluti en það er ekkert big-deal.

Það sem er hins vegar big-deal er að ég hef misst mína dyggu blogglesendur, ég sakna þeirra gríðarlega, jafn mikið og þau sakna skrifta minna. Primetime Snagans er liðinn.
Hvað get ég gert í því til að upphefja mig aftur sem mikilsmetins bloggara í hinu virta bloggsamfélagi?
Hefuru einhver svör við því Þorsteinn V. Einarsson? (eða ertu kannski hættur að lesa bloggið).

Einhver angist, einhver leti, “einhver bara einhver... hjálp” (quote úr lion king)

Nei nei ég er ekkert í svona miklu bulli, þunglyndi hvað þá skölli!

Okey og sjokk vikunnar er að Bryndís skólastjóri í Borgó er 61 árs. Hún er aðeins of gömul haha.

Btw þjónninn sem vinnur hjá mér í draumnum heitir Kuumar, hann er alveg með þetta.

Samviskulausi, já ég sagði Samviskulausi Anskotinn kveður.

|