Það sem fer upp kemur oftar en ekki niður aftur.
Dagurinn í dag var kannski ekki sá merkilegasti en fyrir mig var hann býsna merkilegur. Ekki það að ég hafi verið að fá útborgað einsog flestir aðrir, ég er byrði á samfélaginu borga ekki skatta.
En að umræðuefni þessarar færslu, þetta var síðasti skóladagurinn minn í BHS í bili, veit ekki hvort ég snúi aftur eða hvað. En ég ætla allavega að taka mér ársfrí eða svo.
Skemmtileg athöfn í hádeginu í dag, þó ekki til að syrgja það að ég væri að hætta, nei ekki svo gott, það var verðlaunarafhending fyrir liðið sem vann innanskóla fótboltamótið og það vildi svo skemmtilega til að ég var tjaaa maðurinn sem stóð sem klettur í vörninni í því liði.
Mér var hins vegar boðin staða þjálfara ræðuliðs Rimaskóla. Ég hef nú aldrei verið þekktur fyrir mikil skrif í ræðuheiminum en Björn Þór ætlar að láta til sín taka í þessum grunnskólakeppnum og hef ég fengið til liðs við mig Hrannar Má Gunnarsson sem kemur til með að sjá um allt gúmmilaði.
Gaman að þessu öllu og gaman að þér..
Samviskulausi Anskotinn Kveður.
Björn Þór J.
