fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Það sem fer upp kemur oftar en ekki niður aftur.

Dagurinn í dag var kannski ekki sá merkilegasti en fyrir mig var hann býsna merkilegur. Ekki það að ég hafi verið að fá útborgað einsog flestir aðrir, ég er byrði á samfélaginu borga ekki skatta.
En að umræðuefni þessarar færslu, þetta var síðasti skóladagurinn minn í BHS í bili, veit ekki hvort ég snúi aftur eða hvað. En ég ætla allavega að taka mér ársfrí eða svo.

Skemmtileg athöfn í hádeginu í dag, þó ekki til að syrgja það að ég væri að hætta, nei ekki svo gott, það var verðlaunarafhending fyrir liðið sem vann innanskóla fótboltamótið og það vildi svo skemmtilega til að ég var tjaaa maðurinn sem stóð sem klettur í vörninni í því liði.

Mér var hins vegar boðin staða þjálfara ræðuliðs Rimaskóla. Ég hef nú aldrei verið þekktur fyrir mikil skrif í ræðuheiminum en Björn Þór ætlar að láta til sín taka í þessum grunnskólakeppnum og hef ég fengið til liðs við mig Hrannar Má Gunnarsson sem kemur til með að sjá um allt gúmmilaði.

Gaman að þessu öllu og gaman að þér..

Samviskulausi Anskotinn Kveður.
Björn Þór J.

|

mánudagur, nóvember 27, 2006

Come Back

Ég er einsog svo margir aðrir í þessum harða bloggheimi. Ég hætti að blogga 26.feb 2006 en nú er ég pæla að hefja skrif á ný.Þegar að menn snúa aftur úr svona dvala búast lesendur við rosalegum færslum og sögum úr lífi einstaklingsins meðan hann lá í dvala.
Ég veit ekki hvort það verði svoleiðis uppá teningnum hjá mér. En ég mun reyna að gera mitt allra besta til þess að gera þessa síðu að góðri afþreyingu fyrir ykkur kæru lesendur.

Hvað er í gangi og hvað er framundan kann maður að spyrja sig?
  • Morfís keppnir hægri, vinstri en þetta fer að verða búið... í bili.
  • Jólapróf á næsta leyti, búin 15.des.
  • Álverið í straumsvík,, vonast til að geta byrjað 16.des.
  • Árið 2007 takk fyrir og tvítugsafmæli í kjölfarið.

Já kannski ekki merkilegustu fréttir í heimi en þó eitthvað.Maður lifir ekki svo spennandi lífi hérna á þessu skeri.

Það vantar krydd tilveruna, eitthvað nýtt, eitthvað fresh.Þýðir lítið að lifa endalaust á gömlum en góðum minningum með vinum sínum. Það verður þreytandi til lengdar.

No more sick joke! Þetta verður ekki mikið sjúkara.
(þeir taki það til sín sem skilja það)

Nýjustu plötur:
Damien Rice - 9
Scissor Sisters - Ta-Dah
Magga Stína syngur Megas

Nýja platan með Damien Rice er frábær plata sem ég hvet alla til að eignast. Gefur fyrri plötu hans 0 ekkert eftir.

Ta-Dah með Scissor, fínn diskur, bjóst satt best að segja við aðeins meiru. Svolítið þungur miða við fyrsta diskinn þeirra.

Magga Stína syngur Megas, ég keypti þennan disk bara útaf laginu "Fílahirðirinn frá Súrín" sem er einstaklega fallegt og gott lag. Öll hin lögin á disknum eru bara því miður hrikaleg. Magga Stína heldur ekkert skemmtilegasta manneskjan á skerinu. Mögulega verstu kaup ársins.

Nóg komið af bulli, plötutíðindum og daglegu rausi. Það kemur til að vera meira af því og vonandi innihaldsríkara einnig.

Ég kveð að sinni.
Samviskulausi Anskotinn
Björn Þór J.

|