fimmtudagur, janúar 26, 2006

Tunglskonan

Við skutum okkur upp
við fórum til tunglsins
hittum þar konu
urðum ástfangnir

ég sá hvernig þú horfðir
þú starðir á hana
eins og þú værir dofinn

(viðlag) já, tunglkona
við elskum þig
þú ert ástin í lífum okkar

við urðum brjálaðir
við hötuðum hvorn annann
við skáluðum
og fórum að slást

ég kýldi þig
ég braut á þér nefið
þú slóst frá þér
og barðir mig i spað

(viðlag *2)

við sáum hana í sturtu
okkur blöskraði við
þegar við sáum
að hún var með karli

við fórum í ástarsorg
svo fórum við á pöbbinn
fundum kerlingar
og gleymdum henni

já tunglkona
við gleymdum þér
þú varst ástiní lífum okkar * 2

Tunglskonu-lagið eftir Sindra og Palla það er vonandi að maður fái að heyra þetta lag í fyrsta skipti í langan tíma á klúbbnum á föstudaginn 3.feb.

Takk fyrir í bili.
Björn Þór J.

|

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Jón E, ohh svo mikið grey!

Enn og aftur fékk ég að kynnast Mr-hrokanum, Jón Eðvald, sem ég minntist á í seinasta bloggi að hann væri smjörkúkur! Hvað sem það nú þýðir SMJÖRKÚKUR?? Smjör og svo kúkur.. Hmmm þetta er skemmtileg samsetning. Allavega hef ég svo sem ekkert á móti Jón E, Jón B og hvað þá Gunnari. Mér fannst þessi kvörtun frá Jóni E bara fyndin.
En í í framhaldi af seinasta bloggi fékk sent mail frá Jóni Eðvald.
Mailið var svo hljóðandi.


Sæll Björn Þór,

Ég vil mælast til þess að þú fjarlægir staðhæfinguna “Jón Eðvald er smjörkúkur” af bloggsíðunni þinni. Ekki að ég taki svona lagað sérlega nærri mér en ég kæri mig hreint ekki um að einhversstaðar hangi uppi órökstudd níðyrði um mig. Vísa ég í titil bloggsíðunnar þinnar þessu til stuðnings. Ef þú vilt hinsvegar með málefnalegum hætti setja út á gjörðir mínar og orð skal ég ekki agnúast yfir því. Þá skal ég jafnvel láta af óstjórnlegum MR-hroka mínum og ræða málið af skynsemi.

Kveðja,
Jón Eðvald


Jón Eðvald, takk fyrir mailið. Vælukjói! nei djók.. En Jón Eðvald það er eitt fyrir víst BÖLL ERU SKÖLL!

|

sunnudagur, janúar 22, 2006

ALLT ER SKÖLL
Dauðinn er sköll
Djammið er sköll
Jón Ben er mörgæs
Jón Eðvald er *ritskoðað*
Gunnar er ágætur
MR-ingar eru ógeðslegir Hrokagikkir allir með tölu, helvítis HYSKI!!!
En annars er ég bara nokkuð sáttur með lífið í dag, nú er morfís að baki og skólinn tekur bara við núna.
Ekkert að gerast, ekkert framundan, eða jú það er auðvitað skólinn og svo er ég "atvinnulaus" eða ég fæ svo lítið af aukavöktum í álverinu þennan mánuðinn.

Við hvað á maður að fara vinna?? Ég er samt í skólanum alla daga frá 8:10 til 16:00 þannig að ég get ekki mikið unnið á daginn einsog á frístundaheimili..
Ég tek við öllum hugmyndum hér að neðan það er að segja ef einhver les þetta blogg nú orðið.

|

föstudagur, janúar 13, 2006

13. janúar!

Ég tek við afmæliskveðjum hér að neðan

|

fimmtudagur, janúar 05, 2006

Ég er ekki frá því að ég sé bara með myndarlegri mönnum hér í kvöld!

Nýtt ár gengið í garð, 2006 heitir það nú. Mér snérist hugur varðandi gamlárskvöld og á endanum þáði ég að vinna á gamlarskvöld eða nýársnótt whatever skiluru..
En einu ljósu punktarnir sem ég sé í þessu öllu saman er að á endanum á ég eftir að eiga hellings péning.

Skólinn byrjar á morgun með pompi og prakt.
Mig langar að vitna í ræðu sem að Ólafur skólameistari flutti á útskriftinni núna í haust hann sagði: "Maðurinn er fyrirtæki, og ber því að hugsa um sig sem slíkt, hver og einn ber ábyrgð á sínu námi og þýðir það ekkert fyrir neinn að kenna öðru um ef allt fer á mis"
Þetta var einhverneginn svona hjá honum nema alveg 5 mínútur eða e-h. Ég sat þarna í salnum og var bara váá hann er að tala til mín..
Þannig að nú blasir við nýtt skólaár, nýr Björn Þór(samt ekki) og heilar 22 einingar í töflu. Nú skal vera tekið á því.

Það eru spennandi tímar framundan, tímar þar sem hver sekúnda er dýrmæt, hvert augnablik, hvert bros, hvert tár, hvert orð, hver höfnun hvert ljóð nei váá ég var farinn að vitna í Pálma Gunnarsson með í laginu "Þitt fyrsta bros". En allavega mun árið 2006 verða ár sem ég mun muna eftir, ár sem ég mun afreka mikið á og árið sem nýjar sjónvarpstjörnur fæðast á Sirkus.
LIFI BORGÓ
LIFI O.W.C.
LIFI ÉG
HÚRRA HÚRRA HÚRRA

Takk fyrir mig..
Björn Þór Joð.

|