Hjálpum þeim!
Í fyrsta lagi þá nenni ég ekki lengur að gera svona "umfjöllun" um alla sem commentuðu á seinasta blogg þannig ég vil bara biðja þá sem ég gerði ekki um semsagt. Frænkur mínar Siggu Rún og Öddu, og einnig þau Sigrúnu, Einar og Friðjón.
Ég bara nenni þessu ekki!!!
Oki flott þá getum við haldið áfram....
Þetta Jólafrí verður án efa "skemmtilegt" hjá mér. En ég verð að vinna í álverinu yfir aðal gleðitímann.
22.des næturvakt
23.des næturvakt og kvöldvakt
24.des kvöldvakt
25.des dagvakt
26.des dagvakt
Ekki nóg með það þá er búið að bjóða mér næturvakt á gamlárskvöld, semsagt að mæta þegar klukkan slær 12 og nýtt ár gengur í garð.. En ég þakkaði bara pent fyrir mig og sagði það vera nóg að vinna yfir jólinn.
En úr einu í annað. Ég bara elska lagið Hjálpum þeim er alveg gjörsamlega með það á heilanum og ég skolaði af bílnum mínum áðan ég þreif hann samt ekki.. Það er samt allt annað að sjá hann!
Bless í bili..
Klébert Diðuson kveður
