mánudagur, desember 19, 2005

Hjálpum þeim!

Í fyrsta lagi þá nenni ég ekki lengur að gera svona "umfjöllun" um alla sem commentuðu á seinasta blogg þannig ég vil bara biðja þá sem ég gerði ekki um semsagt. Frænkur mínar Siggu Rún og Öddu, og einnig þau Sigrúnu, Einar og Friðjón.
Ég bara nenni þessu ekki!!!
Oki flott þá getum við haldið áfram....

Þetta Jólafrí verður án efa "skemmtilegt" hjá mér. En ég verð að vinna í álverinu yfir aðal gleðitímann.
22.des næturvakt
23.des næturvakt og kvöldvakt
24.des kvöldvakt
25.des dagvakt
26.des dagvakt

Ekki nóg með það þá er búið að bjóða mér næturvakt á gamlárskvöld, semsagt að mæta þegar klukkan slær 12 og nýtt ár gengur í garð.. En ég þakkaði bara pent fyrir mig og sagði það vera nóg að vinna yfir jólinn.

En úr einu í annað. Ég bara elska lagið Hjálpum þeim er alveg gjörsamlega með það á heilanum og ég skolaði af bílnum mínum áðan ég þreif hann samt ekki.. Það er samt allt annað að sjá hann!
Bless í bili..
Klébert Diðuson kveður

|

miðvikudagur, desember 14, 2005

Verkamaðurinn, múrarinn, píparinn, parketleggjarinn, smiðurinn og málarinn AHA!!

Já svona er maður dúlegur í vinnunni með pabba það er bara allt að gerast..

En ég var að lesa bloggið hjá frænku minni og þetta sem er hér að neðan var þar og ég verð víst að standa við þetta.. En allavega..

Ef þú kommentar nafnið þitt þá:
1. Segi ég þér eitthvað handahófskennt um þig!
2. Segi ég þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig!
3. Segi ég þér hvaða bragð minnir mig á þig!
4. Segi ég þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér!
5. Segi ég þér hvaða dýr þú minnir mig á!
6. Spyr ég þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig!
7. Ef þú lest þetta verðuru að láta þetta á bloggið þitt!

Guð ég á ekki eftir að nenna þessu en það má reyna ;)

Sæl að sinni..
Björn Þór J.

|

laugardagur, desember 10, 2005

SteiniEini heitasti Kitlarinn á svæðinu!

7 Hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey!
  1. Útskrifast þó það taki mig 10 ár
  2. Fá mér 6-pack einsog Steini Mark er með
  3. Sjá Pearl Jam á tónleikum
  4. Búa í útlöndum
  5. Segja brandara í sjónvarpi
  6. Sofa í fangaklefa
  7. Fljúga á Saga-class(fyrsta farrými)

7 Hlutir sem heilla mig við hitt kynið!

  1. Húmor
  2. Brosið
  3. Augun
  4. Klæðnaður
  5. Sjálfsöryggi
  6. Hlæ hlæ
  7. Rassinn alltaf klassískur


7 Hlutir sem ég get gert!

  1. Ég get talað
  2. Ég get lamið Friðjón
  3. Ég get verið pirrandi
  4. Ég get verið skemmtilegur
  5. Ég get verið latur
  6. Ég get verið "duglegur" í skólanum
  7. Ég get eytt dýrmætum tíma í vitleysu einsog og gera þetta en hvað gerir maður ekki fyrir Steina Mark.

7 Hlutir sem ég get ekki gert!

  1. Ég get ekki talað japönsku
  2. Ég get ekki drukkið dry vodka
  3. Ég get ekki hlustað á trance-tónlist
  4. Ég get ekki haft drasl í kringum mig
  5. Ég get ekki haldið takti
  6. Ég get ekki gert flikk flakk og heiljarstökk
  7. Ég get ekki verið leiðinlegur (ég bara kann það ekki)

7 Frægir kvenmenn sem heilla mig!

  1. Angelina Jolie
  2. Eva Longoria
  3. Mischa Barton
  4. Beyonce Knowles
  5. Rachel Bilson
  6. Ragnhildur Steinunn
  7. Klara í Nylon

7 Orð sem ég segi oftast!

  1. Ég er að fíla þig
  2. Ég ætla að fá tilboð nr. 7 stækka gos og kokteilsósu
  3. Ég er ekki að meika þetta
  4. HA ég?
  5. Ég er bara hress en þú?

Úff þá er þetta loksins búið..

Ég kveð í bili..

|

mánudagur, desember 05, 2005

I´m so proud of it I put my name on it!

Ótrúlegt en satt þá hefur Björn Þór Joð. verið að læra einsog læknanemi undanfarið. Eða oki kannksi ekki alveg svo mikið en samt alveg helling. Annað prófið á morgun fra203 og svo sál103 á miðvikudaginn svo er það seinasta á föstudaginn ens403 og þá eru prófin búin vúhú!

Á laugardaginn fór ég í tvítugsafmæli til Aðalheiðar Sigrúnar á klúbbnum, þar voru mikið af góðu fólki, ég átti gott spjall við æskufélaga mína úr laufrimanum þá Pálmar og Óla, svo kom Danni Deluxe og var að rífa kjaft nei hann var bara rólegur þessi elska, hann sagði mér að þessi sveitaballa menning tíðkastist hvergi annarsstaðar í heiminum nema á Íslandi og hún væri löngu dáin út(old school). Spjall kvöldsins var án efa spjall mitt við Jóhann Fjalar, það var í 2 hlutum en engu að síður spjall kvöldsins.
Þetta afmæli var alveg tussugott nema mér fannst vanta Þorstein Vaff Einarsson. og hana nú!

jæja þarf að fara skila sálfræði skýrslu og læra undir frönskupróf!!
Þangað til næst kære hilsen

|