mánudagur, nóvember 28, 2005

Þið áttuð ekki von á þessu

Fimmtudaginn 24. nóv unnum við í Borgarholtsskóla Íslands, ME með 230 stigum. Eftir keppnina tók við 10 tíma straight fyllirý sem var sko bara eitt það skemmtilegasta sem ég upplifað. Maður var lagstur uppí rúm kl. 9 á föstudagsmorgunin.

Ég var því alveg off bæði föstudagskvöldið og laugardaginn!

Ég fór á tónleika Sigur Rós í gær og það eina sem ég sagt um þessa tónleika er vááá, gæsahúð, nokkur tár og bara hreint út sagt:
ÓLÝSANLEGT

Takk

Núna fara prófin að taka við og þá ætlar skynsami Björn Þór að vakna uppúr dvala, eða það ætla ég rétt að vona ég tek nú bara 4 próf þannig að það er eins gott að leggja sig fram.. Svo er ég búin í prófunum 9.des :)

(Takk fyrir þessa ágætis byrjun hún veitti mér von en ei vonbrigði)

|

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Ég var að lesa bók

Ég var að lesa skemmtilega sögu um Jesús og lærisneiðarnar og eftir að ég las þá sögu fór ég með skemmtilega "eitthvað" sem byrjaði á "Ugla sat á kristi"

Ég man samt ekkert afhverju!

|

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Orðaleikir

Hey sérðu þetta tré Börkur? Haa tré-börkur hahaha
Sko ég segi þetta án gríns! Haa án gríms..
"Penninn er máttugri en sverðið" mætti misskilja sem "Benni er máttugri en Sverrir"

Okey nóg komið af þessu snúm okkur að einhverju málefnalegu einsog???

Já ég verð víst að viðurkenna að síðasta bloggfærsla var ekki uppá marga fiska, aðsóknum á síðuna mína hafa dalað undanfarið, ég hinsvegar tel ástæðuna vera að þeir sem séu með Eplatölvu geti ekki skoðað bloggið mitt í Firefox. En ég tími nú bara ekki að missa þetta ómótstæðilega flotta lúkk á síðunni minni.

Ég hef það ekki lengra að sinni..

Blessjú í bili

|

mánudagur, nóvember 07, 2005

Allir krakkar!!

Ég veit hvorki hvað skal segja né skrifa.. Ekkert merkilegt í gangi nema kannski það að Ciceró er ein heitasta nefnd innan NFBHS og eigum við Ciceró menn hóp af æstum aðdáendum sem vilja ólmir komast í nefndina. Ég hef það ekki meira í bili..

Lag dagsins: The Beatles - Love me do

Blessjú í bili

|

laugardagur, nóvember 05, 2005

Nu skal vi spise dansk!!!

Nú ætla ég Björn Þór Joð að tala dönsku..!

I aften jeg gar til Elísu og dranke pa öl med Fridjon, Hrannar, Elisa, Sigrun, Helena, min navne og Snorri..
Det var mæget gaman, vi sit og snakkede samen og hlusten pa god musik.
Den vi sit længe og snakkede og drinkede öl og det var mæge gamen.. So sagde Snorri bless bless tak skal du har og kære hilsen og vi ses.. det happend klokken uuuuuu ethva og so sagde min navne tak tak og kære hilsen vi ses.. Og so sagde Helena tak tak og vi ses..
og vid var bare 5 after.. og so sagde ethva nu skal vi resje pa bæen og jeg sagde neiiii...!!! og hrannar sagde jeg vil gar hjem og jeg sagde jeg vil gar hjem,, og fridjon sagde jeg vil gar hjem en so gik dem alle ut og det folk resjte pa inni bil og gar i bæen en jeg gik hjem, og jeg vide ikke hvor hrannar fik i bæen et gar hjem jeg vil vita det i morgen, en fridjon, elisa og sigrun rejste pa bæen..

En nu jeg sitte i min computerne og er snakke dansk og hukse meget miket en nu jeg skal sai tak tak kære hilsen, vi ses og gud nat

LIVE FROM KOPENHAGEN BJORN THOR JOHANNSSON

|

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Simbi

Hjálp....
Einhver....
Bara einhver....
Hjálp...

Þessi fleygu orð sagði Simbi í Lion King rétt eftir að faðir hans hafði látið lífið eða öllu heldur rétt eftir að Skari var nýbúin að drepa bróður sinn og þá sagði Skari við Múfasa "Lengi lifi konungurinn"
og svo fór ég gráta!!

Getur einhver læknað Ipodinn minn?
Getur einhver sagt mér hvernig ég og Friðjón stóðum okkur sem kynnar á Dragkvöldi Borgarholtsskóla?
Getur einhver sagt mér hvað fyrsta plata Emilíönu Torrini hét?

Nennir einhver að hækka hitann á ofninum mínum(mér er kald)
Ég er orðin þreyttur á því að vera alltaf í geyspikeppni við sjálfan mig það er ekkert skemmtilegt lengur ég vinn alltaf.
Ég er kominn inná það að 102.2 útvarp latibær sé besta útvarpstöðin þar má m.a. heyra vatnsdropa dagsins, brandara, gátur og fullt fullt af skemmtilegum lögum!!

Nýja uppáhaldslagið mitt heitir Pocahontas(og þið lesendur góðir hugsið vafalaust núna haa Pocahontas er það ekki einhver disney mynd jú þið hafið rétt fyrir ykkur með það en það er ekki allt sem sýnist) lagið er með meistara Neil Young. Endilega kynnið ykkur það!!

En ég hef það ekki meira í bili..
Vil minna á nýja tengla hjá mér(ég er mjög lokaður á að troða inn nýjum tenglum ég nenni því ekki) en það eru Dagur "Olsen", Friðjón Mar og Birgir Örn skemmtilegar skriftir þar á ferð..

Björn Þór Jóhannsson kveður..

|