miðvikudagur, október 26, 2005

Hvað var ég að pæla

Seinasta föstudagskvöld að mig minnir fór ég í bæinn að djamma með Degi og Friðjóni og ekkert meira um það að segja en þegar ég kom heim hef ég það fyrir venju að taka púlsinn á msn. Þetta kvöld þegar ég var á msn tók ég eftir að ég hafði fengið mail frá Elísu formanni NFBHS ég ákvað þarna um nóttina að svara þessu maili daginn eftir talaði Elísa við mig og spurði mig útí þetta mail ég mundi svona í móðu eftir þessu en að lokum rifjaðist það upp fyrir mér, en ég bað Elísu um að senda mér mailið og þetta var niðurstaðan kæru lesendur..

ÉG VAR NÚ BARA ÁÐ KOMA AÐ DJAMINU HITI ÞIG OG ENAR Á PROIKUNU,, ÉG FÓR HEIM MEÐ FRIÐJÓNI Í TACXAA N ÉG VAR EKKI MEÐ NINN PENING OG FRIÐJÓN SAGFÐIST VETQA MEÐ NÓGAN PENINGA EN HANN SAGÐI LEIGUBÍLSTJOARNUM AÐ STOPPA Á ÓLIS OG SVO ÞEGAR VIÐ KOMIUM UT SAGÐIST HANN EKKI VERA MEÐ MEIRI PENING OG ÉG VEAAR BRJÁLAÐUR ÚTAF ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER VAR SVO TSTUTT FYRIR HGANN AÐ LABBA HEINM EN EG ÞUYRFTI AÐ LABBA GEÐPVEIKT LANGTA HEIM TIL ,MIN EN NI ER EG KOMINN HEIM OG Á LEIPÐINNI Í BÓLIÐ GÓ NÓ GÓA NÓA SEE YOU LATER NITGHY NIGHT OG BLISSHJÚ TAKK TAK OG KARE HILSEN.. ELÍSA MÍN, HÆTTAÐ LA´TA AÐRA UM VERKON OG SO ON!!!

ÞINN EINLÆGIR BJÖRN ÞÍR JÓHNANSOSN


Já ég er ekki viss sjálfur hvað stendur þarna en það er gaman að þessu.

|

sunnudagur, október 23, 2005

Það bragðast einsog tyggjó-pakki

Ekki það að titillinn hér að ofan komi komandi færslu eitthvað við, og ekki dettur einhverjum í hug að ég hafi bragðað á tyggjó-pakka þó svo að ég tyggi innihaldið oft á tíðum. Sem sé tyggi-gúmmí.

Sálfræði, Saga, Enska, Franska og fleira..

Gorbó, peningaskortur, morfís-umræður og fleira

Ég hef undanfarið á djamminu verið að koma við á hinum og þessum stöðum, á meðan heimsóknum mínum standa yfir á tilteknum stöðum hef ég tekið eftir því að það er allsstaðar svona LEAD-dancer hann er með einhver rosa-"move" og allir reyna að gera einsog hann/hún..
Þeir staðir sem ég hef verið að koma og heimsækja og kanna þetta skemmtilega viðfangsefni eru:
Prikið
Sólon
Ari í ögri
Kaffi Kúltúra
Kofi Tómasar Frænda
Hverfisbarinn

Ég er meira að segja búin að leggja dansana eða "movin" á minnið en þetta er mjög skemmtileg pæling EVERYBODY DANCE NOW!!

Úr einu í annað..

Er það rangt af mér að vera byrjaður að downloada jólalögum svona bara til að geta verið tilbúin þegar jólagleðin tekur öll völd.

Ég hef þetta lítið ef að einhver siðgæðisvörður er að skoða síðuna mína því einsog allir vita er bannað að downloada það er = að STELA og það er ljótt og bannað!!

No woman, No cry

Ég hef það ekki lengra að sinni..
En munið eitt, ég sé mér ávalt fyrir farboða því hafið ekki áhyggjur af mér, en út við endamörk hins óendanlega kveð ég að sinni.
Björn Þór Jóhannsson

|

fimmtudagur, október 20, 2005

Afturábak?? Ha.. Hestbak

Öss nóg að gera þessa dagana.. Svo sem Gorbó, morfís-umræður, flippogcool vika í borgó og klifurnámskeið.

Já klifurnámskeið þið lásuð rétt, ég er vinn sem tómstundarleiðbeinandi hjá ÍTR í Gufunesbæ og er með klifurnámskeið ásamt Viktori(O.W.C.) og hérna á námskeiðinu eru nokkrar stelpur í 7.bekk foldaskóla okey ég er ekki að fara segja að einhver þeirra sé geðveikt hot eða neitt þannig en þannig er það með eina stelpuna að hún getur sagt öll orð nánast og heilu setningarnar afturábak kabárutfA sem er alveg ógeðslega fyndið og ég er alltaf að reyna finna eitthvað orð sem er alveg ómögulegt fyrir hana að segja en það gengur mjög illa.. Ef þið hafið einhverjar hugmyndir um erfið orð sem ég beðið hana að segja næsta þriðjudag væri það vel þegið..

Borgó mætir víst ME í 16-liða úrslitum MORFÍS sem frá mínum bæjardyrum séð er unnin keppni..
Borgó-liðið í ár er svo skipað:
Liðstjóri: Friðjón Mar Sveinbjörnsson
Frummælandi: Dagur Hjartarson
Meðmælandi: Símon Geir Geirsson
Stuðningsmaður: Björn Þór Jóhannsson

Þjálfari: Ingvar Örn Ákason
Aðstoðarþjálfari: Birgir Örn Grétarsson

En annars allt í gúddý, Gorbó-byrjar á morgun be there or be annarsstaðar!! Byrjar 20:00 og stendur til 22:00

Ég, Hrannar og Elísa ætlum að fara á morgun snemma í röð til að ná okkur í miða á Sigur Rós tónleikana 27.nóv í Laugardalshöll.. Vááá hvað ég hlakka til..

Já by the way Ragnar nokkur Bjarnason ætlar að koma uppí Borgó á fimmtudaginn næsta og syngja í hádegishléinu, við eigum eftir að heyra slagara á borð við: "Flottur Jakki" og "Ég fer á puttanum" úfff það verður rosalegt.. Hvet alla til að taka ömmu sína og afa með.. Þau fíla Ragga Bjarna a.k.a. Lafandi Hendi ;)

Blessjú í bili
Blessjú

|

miðvikudagur, október 12, 2005

Anskoti!!!

Ég dæmdi ræðurkeppni á VÍ-MR deginum.. dæmdi Versló 68 stiga sigur en MR vann með 40 og eitthvað stigum.
Ræðumaður kvöldsins var Davíð Gill
Ég komst að því að Björn Bragi heldur með Tottenham
Reddari vikunnar er Þorsteinn V. Einarsson
Setning vikunnar: Þessi máltíð var í boði Cíceró
Vælukjói mánaðarins er Hrannar Már
Drasl vikunnar er síminn minn
Hljómsveit vikunnar er Sigur Rós
Lag vikunnar er Ástarfár með Landi og Sonum hahaha
Diskur vikunnar er diskurinn sem ég borðaði af Mexíkóska matinn sem mamma gerði á mánudaginn..

Ég veit ekki.... ég nenni eiginlega ekki að blogga áfram.. þetta blogg var til dæmis ÓGEÐSLEGA innihaldslaust og ómerkilegt.. engin ætti að nenna að lesa þetta og ef einhver hefur gert það biðst ég afsökunar á að hafa sóað tíma þínum.. Hálfviti..

Cíceró lengi lifir húrra húrra húrra!!!!

|

þriðjudagur, október 04, 2005

Platarinn Mikli!!

Hérna ég verð bara að fá að deila þessu samtali með ykkur þar sem ég var aðeins að gantast í vinkonu minni henni Mikku..

Mikka.... says:
Hæ.
°°°° Björn Þór J./platarinn mikli says:
sæl
Mikka.... says:
Hvað segiru ?
°°°° Björn Þór J./platarinn mikli says:
fínt bara en þu
Mikka.... says:
Ég er sæmilega hress bara
°°°° Björn Þór J./platarinn mikli says:
oki
Mikka.... says:
Hvað ertu að gera ?

°°°° Björn Þór J./platarinn mikli says:
er bara heima í tölvunni... en þú?
Mikka.... says:
Heima hjá systur minni í epla tölvu
Mikka.... says:
að downloada tonlist

°°°° Björn Þór J./platarinn mikli says:
oki
Mikka.... says:
Já..
Mikka.... says:
er einhvað bjorkvöld á morgun eða hinn ?

°°°° Björn Þór J./platarinn mikli says:
ég veit það ekki.. þú hefur nú ekki einu sinni aldur til að fara á bjórkvöld
Mikka.... says:
Og hvað með það ?

°°°° Björn Þór J./platarinn mikli says:
þá máttu ekkert fara á bjórkvöld
Mikka.... says:
Hvað er að þér ?

°°°° Björn Þór J./platarinn mikli says:
ég er nýskipaður formaður aganefndar S.U.M.
Mikka.... says:
S.U.M ?

°°°° Björn Þór J./platarinn mikli says:
Samband ungra menntaskólanema
Mikka.... says:
kjaftæði
Mikka.... says:
þú

°°°° Björn Þór J./platarinn mikli says:
mitt fyrsta hlutverk er að brýna fyrir að yngri en 18 komist ekki inná bjórkvöld svo að skemmtistaðirnir lendi ekki í veseni frá eftirlitinu
Mikka.... says:
þú ert að grínast ?
Mikka.... says:
ætlaru semsagt ef ég mæti á bjórkvöld að segja : hún er ekki orðin 18 ára

°°°° Björn Þór J./platarinn mikli says:
sorry ég verð..
°°°° Björn Þór J./platarinn mikli says:
þinn tími mun koma fyrir þessi bjórkvöld
Mikka.... says:
En ef komið er með skilríki ?
Mikka.... says:
Reyndar.. Ég skil ekki hvernig þú ætlar að fara að þessu ?

°°°° Björn Þór J./platarinn mikli says:
málið er að ég er búin að tala við dyraverðina á klúbbnum og þeir ætla að vera með tölvu á klúbbnum sem til að fletta uppí þjóðskrá hvort að skilríkin passi við kt. sem fólk kemur með
Mikka.... says:
Plís segðu mér að þú sért að djóka..

°°°° Björn Þór J./platarinn mikli says:
ég vildi að svo væri.. ég veit vel að ég verð ekki vinsælasti maðurinn á svæðinu
Mikka.... says:
Hvaaað er í gaaangi..

°°°° Björn Þór J./platarinn mikli says:
ég veit það ekki
Mikka.... says:
meika þetta ekki..

Mikka.... says:
En ef maður er með annað skilríki ? ég skil ekki..
Mikka.... says:
Og er þetta ekki hægt ef maður mætir "fyrr" eins og í gamla daga.. ?

°°°° Björn Þór J./platarinn mikli says:
nei sko málið er að eftirlitið er í herferð.. það eru 3 svona pöbbar búnir að missa vínveitingarleyfið útaf krökkum 18 og yngri inná svona stöðum og ég við viljum náttla ekki að það komi fyrir klúbbinn.. eftirlitið er búið að fjölga starfsmönnum úr 2 uppí 12
°°°° Björn Þór J./platarinn mikli says:
friðjón var meira að segja tekin uppá klúbb með bjór.. afþví að hann er ekki orðin tvítugur
Mikka.... says:
Og hvað.. þarf maður að vera 20 til að fá að fara í bjórkvöld eða ?

°°°° Björn Þór J./platarinn mikli says:
nei 18 til að fá koma inn en 20 til að kaupa á barnum
Mikka.... says:
sjeeett

°°°° Björn Þór J./platarinn mikli says:
þetta er því miður ekkert djók
Mikka.... says:
Ég drep þig ef þú ert að djóka sko.
Mikka.... says:
OG AFHVERJU bauðst þú þig fram í þetta ?

°°°° Björn Þór J./platarinn mikli says:
aron félagi minn í mh og jón bjarni í MR stofnuðu þetta félag með það í fyrstu í huga til að forða fleiri skemmtistöðum frá því að missa vínveitingarleyfið sitt.. og það verður tilraunakvöld á morgun.. afþví að eftirlitið mun verða þarna bæði inni og hjá dyrunum... en við sem megum vera þarna inni og þeir sem hafa aldur til að kaupa af barnum vilja ekki vera taka áhættu með að fá yngri krakka inn
°°°° Björn Þór J./platarinn mikli says:
ef að staðnum yrði svo bara lokað skiluru mig?
Mikka.... says:
jahá..

Mikka.... says:
ég á ekki til orð... fríið ónytt
Mikka.... says:
hehe

°°°° Björn Þór J./platarinn mikli says:
hvað ertu alveg brjál út af þessu
Mikka.... says:
ja hahahahah


Ja hérna hér,, mikið er gaman að þessu..

|

Hetja!!!


  • Það var mjög gaman á föstudaginn hjá Guðnýju Láru vúúhú..
  • Hrannar var í essinu sínu og náðist það allt á tape hann endaði víst dead í stiganum fyrir utan..
  • Alma Ösp og EinsiGúmm voru án vafa dansarar kvöldsins þau gjörsamlega áttu gólfið..
  • Á laugardaginn var ég frekar slakur..
  • Á sunnudaginn voru rosalegar morfís umræður á klúbbnum með Byssunni, Hrannari, Öna og Friðjóni
  • Friðjón er að fara á október-fest í Germany
  • Mér tókst að vakna 8:00 til að fara í skólann í morgun það tel ég nú aðdáunarvert!!
  • Ég sit á bókasafninu alveg að sofna
  • Bíllinn minn er eitthvað bilaður!!! :@

    Ég sé þig - Bó Hall

    Blessjú folks

|