Friday I´m in love
Dagurinn í dag byrjaði skemmtilega.. Ég vaknaði við að síminn var að hringja, ég svaraði og komst að því að þetta var góðvinkona mín hún Guðný Lára.
Hún sagði mér að hún væri að fara halda uppá afmælið sitt í kvöld og bað mig um að vera dj afþví að ég væri svona local dj hóran á klúbbnum(hún orðaði samt ekki svona hehe) ég sagði nú að ég væri meira en til í það. Því að það er nú ekki leiðinlegt að spila þar sem maður er 100% viss um að allir dansi af sér rassgatið ;) hehe þá er sko gaman að þessu..
En úr einu yfir í annað O.W.C. síðan er alveg að vaxa og dafna, það eru komnar inn umm 700 myndir frá DK2004, Portugal2005 og útileigu síðan í sumar, en við eigum alveg fullt af fleirum myndum á lager sem bíða eftir að komast á netið.
206 er að virka vel
Takk er virka vel(ég gæti verið búin að ofspila diskinn)
Þú ert að virka vel
Ég er að virka vel
Þessi síða er sko að virka vel eða það hélt ég allavega, en þá kemur að því sem ég ætlaði að ræða um ég hef verið að heyra frá mörgum blogglesendum að síðan komi asnalega út í þeirra tölvum eitt sem ég veit fyrir víst er að það er mjög erfitt og leiðinlegt að skoða síðuna í Apple en ég er að reyna að kippa þessu í lag. So don´t worry!!
Ég kveð að sinni, live from Franska 203 in Borgarholtsskóli!!
The Fugees - No woman No cry
