föstudagur, september 30, 2005

Friday I´m in love

Dagurinn í dag byrjaði skemmtilega.. Ég vaknaði við að síminn var að hringja, ég svaraði og komst að því að þetta var góðvinkona mín hún Guðný Lára.
Hún sagði mér að hún væri að fara halda uppá afmælið sitt í kvöld og bað mig um að vera dj afþví að ég væri svona local dj hóran á klúbbnum(hún orðaði samt ekki svona hehe) ég sagði nú að ég væri meira en til í það. Því að það er nú ekki leiðinlegt að spila þar sem maður er 100% viss um að allir dansi af sér rassgatið ;) hehe þá er sko gaman að þessu..

En úr einu yfir í annað O.W.C. síðan er alveg að vaxa og dafna, það eru komnar inn umm 700 myndir frá DK2004, Portugal2005 og útileigu síðan í sumar, en við eigum alveg fullt af fleirum myndum á lager sem bíða eftir að komast á netið.

206 er að virka vel
Takk er virka vel(ég gæti verið búin að ofspila diskinn)
Þú ert að virka vel
Ég er að virka vel
Þessi síða er sko að virka vel eða það hélt ég allavega, en þá kemur að því sem ég ætlaði að ræða um ég hef verið að heyra frá mörgum blogglesendum að síðan komi asnalega út í þeirra tölvum eitt sem ég veit fyrir víst er að það er mjög erfitt og leiðinlegt að skoða síðuna í Apple en ég er að reyna að kippa þessu í lag. So don´t worry!!

Ég kveð að sinni, live from Franska 203 in Borgarholtsskóli!!

The Fugees - No woman No cry

|

þriðjudagur, september 27, 2005

Einsi Gúmm og Steini Mark hálfvitar að klukka mig..!!!

Jæja verður maður ekki að sýna lit, og taka þátt í þessum klukk leik, ég á semsé að segja 5 ómerkilega hluti um mig..

  1. Ég fíla Eurivision, og skammast mín ekkert fyrir það.. Uppáhalds Eurovision lagið mitt er Norska Eurovision lagið 1999 sem lenti í 14 sæti með Stig Van Eijk - Living My Live Withouy You.
  2. Ég er snobbaður.
  3. Ég er með ofnæmi fyrir ryki og flest öllum gras og trjátegundum.
  4. Foreldrar mínir skildu þegar ég var tveggja ára, og giftu foreldrar mínir sig á ný og núna á ég 3 hálf systkini og 4 stjúpsystkini(einn hommabróðir sem er frekar cool).
  5. Ég hef mjög sérstakan kvikmyndasmekk, þ.e.a.s. segja svona stelpumyndir, ég verð of hræddur á spennumyndum!!

Jæja þá er þetta tilgangslausa KLUKK búið og ég klukka: Magga, Kidda, Sævar, Geira og Sindra í O.W.C.!!!

Jæja var að koma af hokkí-leik, SR-Björninn mjög skemmtilegt að horfa á þetta maður ætti að gera meira af þessu..

Lag dagsins er The Long Face með Mínus..

Ég kveð að sinni

|

sunnudagur, september 25, 2005

Stutt og Hnitmiðað

Ég blogga kannski ekki alveg á réttum tíma, en um daginn, nánar tiltekið 13. sept, skellti ég mér á útsölu í Skífunni með markmið að kaupa Takk með Sigur Rós, en ég ákvað þó að skoða hvaða diskar væru þarna á útsölunni á spott prís!! Þessi verslunarferð endaði með því að ég keypti 6 diska það voru jú Takk með Sigur Rós, svo keypti ég 3 Pearl Jam diska: Vitology, No Code og Yield ég var nú helvíti sáttur með þessi kaup hver diskur á 999.kr og svo að lokum Best of Prince og Best of R.E.M.
Ég var nú einna hvað sáttastur með þessi kaup en einna hvað sáttastur með Takk og Prince-diskinn!

Svo er allt að verða vitlaust innan skólastjórn Borgó, maður er búin að heyra það að það hafi komið upp sú hugmynd að reka þá aðila úr skólanum sem skipulögðu bjórkvöld í nafni skólans. En svo komst ég að því að þetta hefði bara verið einhver misskilningur eða það vona ég allavegana. Ég hefði talið að þó svo að það megi ekki auglýsa bjórkvöld í nafni skólans, séu bjórkvöldin það sem heldur félagslífinu uppi hjá eldri nemendum skólans og í þokkabót hafa "borgó"-bjórkvöldin í gegnum tíðina verið vinsælustu bjórkvöldin hjá fólki í öðrum skólum líka.

Svo er það annað ég gekk frá kaupum á mínum fyrsta bíl miðvikudaginn í síðustu viku ég fjárfesti í Peugeot 206 árgerð 2004, sannur Gullkálfur þar á ferð.

Helgin var bara róleg líkt og síðustu helgar hafa verið hjá mér. Voðalítið djammstuð á kallinum, engu að síður hafa fimmtudagarnir verið mjög ferskir.

ég kveð með friðsemd með Hoppípolla á fóninum.. hér kemur smá textabrot úr laginu..

Vindur í
og útilykt ? af hárinu þínu
Ég lamdi eins fast og ég get
með nefinu mínu
Hoppa í poll
Í engum stígvélum
Allur rennvotur(rennblautur)
Í engum stígvélum

Blessjú folks

|

þriðjudagur, september 20, 2005

Ég mun blogga á morgun, bíðiði bara!!

|

þriðjudagur, september 06, 2005

Föstudagskvöld með Draugaþema í boði Byssunar!!

Ég var búin að búa til smá færslu um þetta kyngimagnaða föstudagskvöld en svo lag ég bloggið hjá Byssa og það var bara miklu betra en það sem ég skrifaði, hans var að vísu svoldið væmnara en það sleppur.. Tékkið á www.blog.central.is/byssan góð færsla þar á ferð.

Laugardagskvöldið var svoldið tæpt, eitthvað afmæli, afmælisbarnið drapst um leið og það kom á staðinn, litlir strákar að reyna stela bjór og 20 laga playlisti á repeat, þetta einkenndi kannski kvöldið. Þetta var alveg ágætt en ekkert meir!!!

Lag vikunar er án vafa Boney M - By the river of Babylon gééééééééééééðveikt lag sko..

Björn Þór Joð kveður

|