mánudagur, ágúst 29, 2005

29 Ágúst og allt að gerast!

Ég vil byrja á því að óska henni Mikku innilega til hamingju með afmælið..
Skólinn í dag, ekkert um það að segja en Napoleon Dynamite myndi segja worst day of my life what do you think!! Geðveik mynd by the way.

Mig langar til útlanda, mig vantar vinnu, mig langar í bjórkvöld!!

Ég og Byssan erum að fara vinna að smá dæmi sem vonandi gæti orðið stórt segjum ekki meira um það í bili.
Busadagurinn/busaballið 8.sept á Nasa Skímó og Ingó og co. að spila. Busadagurinn verður geðveikur, og segi bara eitt það verður slegið Íslandsmet í ælu hjá busagreyjunum.

Björn Þór Jóhannsson a.k.a. Námshesturinn mikli er að hugsa um að fara enda þetta.

Army of me - Bjork
One mic - Nas
Our House - Crowded House

|

föstudagur, ágúst 26, 2005

Enn lifir í gömlum glæðum

Jaa hérna hér, er snaginn enn á lífi, er Björn Þór enn á lífi.. Já ef það les einhver þetta blogg ennþá þá er það sko hárétt kominn aftur úr bloggsumarfríi.
Einsog glöggir lesendur væntanlega sjá er komið nýtt lúkk á bloggið mitt, með goðinu mínu sem er óþarft að nefna á nafn ég geri það samt Justin Timberlake sometimes called J.T.

Ég er ennþá í einhverjum erfiðleikum með það að setja inn commentakerfið en ég ætla að reyna biðja meistara bloggiðnaðarins að gera það fyrir mig Einsa nokkurn Gúmm.

Nú ælta ég að telja upp nokkra hluti sem stóðu upp úr sumrinu en þeir voru nú ekki margir þar sem ég var að vinna í allt sumar.
  • Ég eignaðist nokkra nýja vini(váá geðveikt til hamingju með það lúði!!!)
  • Ég fékk sýru í andlitið í Álverinu og fékk svo sýkingu í það og það byrjaði á hökunni og byrjaði svo að dreifa sér útá kinn og svo bakvið eyrað en svo fékk ég eitthvað töframeðal sem læknaði það.
  • Ég fór í útileigu fyrstu helgina í júlí, það var handónýtt veður en samt sem áður gaman með O.W.C.
  • Ég fór á Alice Cooper tónleikana og fékk að hitta gamla rokkhundinn eftir tónleikana, myndir, eiginhandaráritanir og spjall nokkuð gaman. ( váá hvenær ætlaru að hætta monta þig á þessu)
  • Balli sagði setningu við mig sem ég bara get ekki hætt að hlæja að en ég veit samt ekki hvort hann var að djóka eða ekki, hann sagði við mig: Björn Þór þú ert svona gaur sem í hvert skipti sem ég sé þig þá langar mann að berja þig!! úff rosa lína. ( váá hann vill pottþétt berja þig)
  • Ég horfði alltaf á Silvíu Nótt og hló einsog skepna. (váá hetja Björn Þór hetja ég get ekki sagt annað)
  • Ég verslaði alveg fyrir nokkur tugþúsunda í sumar. ( vááá ekki skrítið þú ert verri en kerling fagit)
  • Hinn persónuleikinn minn sem gengur oft undir nafninu Klébert Diðuson braust út og er það hann sem er með þessi leiðindacomment í svigunum.

Ég man ekki eftir miklu meira sem gerðist í sumar.
En allavega þá er skólinn byrjaður og ég er í 17 einingum og nú eru 3 dagar búnir og ég er búinn að læra meira heima síðustu 3 daga heldur en síðustu 3 ár. Batnandi mönnum er best að lifa sagði skáldið.

Svo var ég í ensku í dag og sá upp á vegg einhverja sögu eða ljóð eða ekkað sem ég gerði víst þegar ég var á fyrsta ári í borgó. Ég hló svo mikið að þessu að ég ákvað að taka þetta með mér og deila þessu með ykkur.

Here it is:
I am Björn Þór the greatest student of all time.
Good student, reliable, stubborn and smart.
The son of my parents.
I need beer, high grades and food.
I would like to go to DC and rule the world,
meet Mike Tyson and be careful for life.
I am here to give the world all the love I can offer.

Hahahahha þetta er frekar fyndið, mér finnst það allavega..

En jæja plötur síðustu daga/vikur eru:

Leaves - The Angela Test
Trabant - Emotional
Black Eyed Peas - Monkey Business
Bubbi Morthens - Í 6 skrefa fjarlægð frá Paradís
Audioslave - Out Of Exile
UB 40 - Labour Of Love

Laglína færslunar er með hinni fersku UB 40 og úr laginu Red, red wine:
Red red wine, you make me feel so grand
I feel a million dollar when you're just in my hand

|