mánudagur, febrúar 21, 2005

djók í brók

Maður er undir þvílíku eftir liti þessa stundina af Bloggeftirlitinu sem er í höndum Þorsteins V. Einarssonar.. Þannig að það er sem best að standa sig í þessu..

Ég fór að hugsa um eitthvað fyndið til að segja.. það fyrsta sem mér datt í hug var þegar ég og Sævar vorum að skutla vinkonu hans heim af djamminu og hún sagði rúfaði niður skrúfuna en það sem hún meinti var skrúfaðu niður rúðuna.. haha það var sko fyndið..

Í dag kom Rimaskóli í kynningu í Borgó og ég var með kynningu og sló Rimaskólinn öll met og voru hvorki meira né minna en 40 stykki mætt,, djöfull er þetta góður hópur sem hún Marta aðstoðarskólastjóri og góðvinkona mín er að ala upp þarna..

ekki meira í þetta sinn!!!

|

laugardagur, febrúar 19, 2005

Long Time No See

Já síðan ég bloggaði síðast hefur hitt og þetta gerst.. Nenni ekki að vera fara eitthvað voða ítarlega í það en :
  • Freedom Festival hjá Borgó á Gauknum
  • Ég spilaði á árshátíð Kvennó á Selfossi
  • Árshátið O.W.C. var haldin í bústað rétt fyrir utan Hvolfsvöll og ég væri fljótari að telja upp það sem gerðist ekki heldur en það sem gerðist
  • Og svo er allt að vera vitlaust útaf skóhlífardögunum gog Glæsiballinu hjá Borgó
  • Svo skellti ég mér á árshátíð MS það var svo sem ágætt
  • Að lokum... Núna í kvöld eru mínir menn í Jet Black Joe að spila Gauknum og ætla ég sko mæta og syngja með palla vini mínum...

Já þetta er svona síðasta vika í hnotskurn!!!

Ég má þó ekki gleyma lagi dagsins en það er........... úpz gleymdi því ;)

|

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Björn Þór hinn vitri!!!

Já ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.. Það er oft verið að stríða mér með skotum einsog "viltu ís-björn" múhaha og allir hlæja en nei ég er búinn að fatta uppá snilldar mótsvari en sá sem segir þetta við mig verður að heita Sveinn(þannig ég get notað þetta á Svenna bróður minn) en skotið er svohljóðandi "viltu læri-sveinn" AHAHHAHA EAT THAT!!!!
Mér líður svipað og þegar ég reyndi einsog ég gat að fatta uppá bröndurum einsog "hefuru séð sól-berja-sultu" og "kú-reka-stígvél" en mínir brandarar voru svo hljóðandi "hefuru séð eiki-viðar-parkett" og "hafiði séð teppi-í-gólfi" man samt ekki pointið í þessum seinni en þessir brandarar gleðja alltaf mitt litla hjarta og mikið er ég stoltur að hafa fundið uppá þessu með "læri-sveinn" og engin skal láta sér detta það til hugar að stela þessu af mér..
Svo fattaði ég líka uppá brandara um sjálfan mig.. "hey ég þarf að fara slá blettinn" hahahaha góður þessi og svo einn klassíkur eftir mig:
"Það voru hestur og gírafi úti að borða og hesturinn sagði hey geturu rétt mér saltið og þá sagði gírafinn ég er ekkert útvarp!"

Vóó ég held að þetta brandarahorn sé komið gott

En ég verð að setja einn besta ljóskubrandara ever hérna víst að ég er byrjaður á þessu here it is: " Hvað var ljóskan að gera uppí tré fyrir framan háskólann? Hún var að velja sér greinar "


já ég vona að steini-mark kunni að meta þetta blogg mitt!!

Lag dagsins ku vera lag sem allir kannast við og kunna ;)

New Seekers - I´d like to teach the world to sing

I'd like to build the world a home
and furnish it with love
grow apple trees and honey bees
and snow white turtle doves

já ekki meira var það í bili.. nema ég vil kvetja alla til að kaupa miða á borgó-ballið á morgun það verður sveitt!! ég ábyrgist það :D

Sæælar

|

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Paradise City

Ég sit inná nemendafélagsskrifsofu og er að blogga.. en það er ekki það sem ég ætlaði að ræða um hér.. Það sem ég ætlaði að segja ykkur frá er að ég var í morgun með kynningu fyrir grunnskólanemendur og svo aftur kl. 10 svo korter yfir 12 og svo klukkan 13:00 þannig ég verð ekki mikið í tímum í dag.. En ég er alveg að brillera í þessum kynningum, heilla þessa komandi nýnema alveg uppúr skónum..

Ég er að hlusta á Kansas - Dust in the wind snilldar lag

Svo er maður að heyra að margar frægar rokkhljómsveitir séu að koma á klakann í sumar.. Spurning hvað verður úr því!! Ég myndi nú ekki hata ef að Alice Cooper kæmi, en þá er gaman að segja frá því að ég var í sögu í gær og siggi saga sagði að allir mættu fara sem væru búnir með verkefnin sín en ég var ekki búinn með það og var einn í stofunni ásamt einhverjum þrem öðrum og svo var ég að tuða í Sigga sögu um að ég mætti fara en hann sagði mér að ég mætti fara ef ég gæti sagt honum hvað Akice Cooper héti réttu nafni.. En ég hafði ekki CLUE þannig að ég fékk ekki að fara, svo leyfði hann þessum þrem að fara en ekki mér.. En svo leyfði hann mér að fara..
Vóóó þetta var tilgangslaus saga.. En ég hafði svo sem ekkert merkilegra að segja...

og að sjálfsögðu er það Dust in the wind lag dagsins

Kansas -Dust in the wind

Well I close my eyes,
Only for a moment
And the moment's gone.
All my dreams
Pass before my eyes of curiosity.
Dust in the wind:
All we are is dust in the wind

bæbæ

|