fimmtudagur, mars 24, 2005

Hljóðneminn á leiðinni í fjallahéruð Grafarvogs

Djöfulsins geðveiki hvað það var gaman í gær.. ekki bara á keppninni heldur bara líka í partýinu heima hjá Steinþóri, svo var rúta niður í bæ og hún var pakkfull og geðveik stemming..

Ég ætla að gera mjög laaaanga sögu stutta..

Ég ældi inná gauknum á gólfið við klósettið náði ekki að komast alla leið og gummi vinur minn datt í ælunni.. Þegar ég heyrði þetta hætti ég ekki að hlæja, þetta finnst mér sko fyndið..

Hitt var að ég steindrapst um 2 leytið og hef bara aldrei á ævinni ælt jafn mikið.. Fyndið :D
Ég vil þakka Birgi Erni a.k.a. Öna og Jóa Fjalar.. Jóa fyrir að hafa séð mig þar sem ég lá dauður í tröppum beint á móti Nelly´s og að hafa hringt í Öna afþví að ég gat varla talað..
Svo Öna fyrir að hafa sótt mig og koma mér heim og henda mér í rúmið..

En svona þegar ég pæli aðeins í þessu kvöldi.. Þá svona uppúr 1 þegar ég var nýkominn á gaukinn þá sá ég allt í móðu og talaði bara geðveikt óskýrt..

En var ég búinn að segja að Gummi datt í ælunni minni hahahahahahahhahahahahahahahahhahahahahahahahahahahhahahahahahahahha þetta er það fyndnasta sem ég veit um..

En já hef ekki meira að segja vergna dúndurþynnkurænuleysis..

Fór á KFC áðan og´í fyrsta sinn á ævinni læknaði það ekki þynnkuna..

Þunni gaurinn kveður...

|

þriðjudagur, mars 22, 2005

Ég er í rusli, þín vegna..

Ó sú angist að bera þjakaðan hug á degi sem þessum..

Já þetta sagði a very good friend of mine.. Friðjón Mar Sveinbjörnsson eitt sinn í ræðu sem hann flutti ;)

I don’t get it seconds are wasted.
As for the name of the game that I tasted,
This is the last one, this is the end.
A messenger dead and no message to send.

Transparent Parents með Quarashi.. Valdi þarna uppáhaldssetninguna mína úr laginu..

Úrslit gettu betur á morgun, og ég hlakka til að fá hljóðnemann í borgó.. og shittafokkarokkaspilastokka hvað það verður djammað í bænum og vonandi hitti ég ÞIG þar.

já þetta þarna ég er í rusli, þín vegna það er þarna á öllum svona gáma-ruslabílum.. Mjög fyndið.. en ég er samt í rusli, þín vegna.. Ég þarf bara að fara taka til :D hahahaha fyndið..

Kv. Bingó Bjössi

|

mánudagur, mars 14, 2005

I aint talking to you!!!

Já það hefur mismargt á daga mína drifið..
Misgott og misslæmt..
Sumt til að hrópa húrra fyrir, sumt ekki..
Sumt sem fær mann til að brosa, sumt ekki..

Áfengi?
Klikkar aldrei en má vera í "hófi"
Getur komið manni í rétta djammgírinn en þegar maður er pirraður á djamminu getur það gert mann helmingi pirraðari en maður ætti að vera..
Getur fengið mann til að gera asnalega hluti..
En þegar á heildina er litið ómissandi lágmark tvisvar í viku..

Já skemmtileg pæling.. En af mér að frétta.. Við töpuðum í morfís á móti versló, með alltof stórum mun.. En það er ekki auðvelt fyrir Davíð að velta Golíat af velli og það á heimavelli en þeir tvöfaldir meistarar reynslumeiri en við.. ´Rústuðu okkur í svörunum.. Fokk hvað Versló-Bjöllinn er góður.. Gillinn er of mikill brandarakall og erfitt að taka hann alvarlega.. En Tóta var miklu betri en í síðustu keppni sem var á móti Flensborg og á vonandi eftir að gera góða hluti í úrslitunum..

Svo var ég skammarlega ölvaður í bænum á föstudaginn.. Vil biðja alla sem ég hitti að commenta til að hjálpa mér að rifja upp.. Ég man eftir að ég var á café romance, fór þaðan út í brjáluðu skapi, sparkaði í einhverja rúðu sem brotnaði, maggi og sævar drógu mig uppá prikið, svo var ég allt í einu kominn á pizzaking og svo hringdi ég í alla í símaskránni minni en engin nennti að koma sækja mig þannig ég tók bara leigubíl heim með góðu fólki!!

Var bara veikur á laugardaginn af völdum þynnku.. og var bara rólegur en svo í gær fór ég í bíó á Coach Carter og hún var sko gééééðveik ég klappaði og allt sko :D

later...

|