föstudagur, desember 31, 2004

ætli þetta sé ekki það

jú ætli þetta sé ekki síðasta blogg ársins hjá mér Birni Þór Jóhannssyni, a.k.a. Litli B, a.k.a. Lilli, a.k.a. Litli Húnninn, a.k.a. Mr. Bob junior, a.k.a. Klébert Diðuson, a.k.a. Dj. Diðuson...

Í þessu bloggi verður engin drama heldur hin fúlasta alvara..!!! aaarg

Ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að segja þannig að það er bara best að þegja...

Ég fór í ríkið í dag og keypti mér stóra eplasnafsflösku, 2 kippur af carlsberg í gleri og einn indverskan bjór sem heitir extra smooth cobra svona sparibjór fyrir kvöldið svo fór ég í Björk og keypti mér vindil með strákunum, ég keypti mér Don Tomas vindil, stórann og góðann.. Svo eftir það fóru ég, maggi, gummi, kiddi, balli og Sindri á veitingastaðinn Calileó og ég verð að segja að ég fékk bara einhvern þann besta mat sem ég hef fengið í langan tíma.. mmmmmmmmmmm mmmmmmmmmmmmmmm mmmmmmmmmmmmmm mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm já hann var svona góður.. og svo fékk maður sér 3 bjóra svona með matnum þetta var classic og þar sem maggi er með mjög góð inside connection fengum matinn og allt á 2300kjell ekki slæmt það...

En já þannig að það verður tekið helvíti vel á því á morgun og ferskleikinn mun verða í fyrirrúma að vanda,, en ekki hvað ;)

Svo fer það eftir andlegu ástandi á ´nýársdag hvort ég hendi´inn yfirliti yfir 2004 ef ég man það er að segja eftir einhverju..

en þangað til næst.. verðiði æst einsog jíses kræst því hliðið er jú læst og lykillinn hvergi fæst,, hver er hæst, þæst, bæst, tæst, sæst ohhh þessi orð eru ekki til...

btw. hverjir vilja heyra söguna á bakvið Klébert Diðuson???????

|

föstudagur, desember 24, 2004

Thank you very nice

Jólagjafirnar mínar í ár eru komnar í ljós og eru eftirfarandi

Pearl Jam - Reviewmirror
Mugison - Mugimama is this monkey music?
U2 - How to dismantle an atomic bomb
og viti menn hann KRISTJÁN frændi var svo indæll að gefa mér ekki bara Nylon-diskinn heldur líka bókina úff.. Ég sem hélt að ég myndi stríða honum meira með því að gefa honum Igore diskinn, hann hatar Igore einsog flestallir
....en já svo Queer eye for the straight guy bókina og svo Kleifarvatn já og svo Nylon-bókina
svo fékk ég það sem mig langaði mest í af öllu og það var Cat Stevens - Majikat á dvd og líka Guns N´Roses - Use for illusion 1..
Svo fékk ég pening, jakkaföt, peysu og einn bol.. ég held að ég ætli bara ekki að skila neinu af þessu þetta er allt það sem mig langaði í þannig að ég er alveg þónokkuð sáttur og vil þakka öllum þeim sem gáfu mér gjafir, takk fyrir mig!!

En svo koma strákarnir kl. 23:00 og þá byrjar ruglið :S

blee

|

Nei, nei ekki um jólin

vííííí þá er jólastússið í snobbinu búið í bili eða þar til fólk fer að skila öllu draslinu sem það fékk í jólagjöf..
Ég fór í hádeginu í kökuboð til Vigga og voru þar balli, binni, kiddi, sævar, geiri, ég og viggi. Þetta var bara fínt að hitta strákana svona áður en maður fer heim í jólabúninginn.. það er að segja jakkafötin..

Svo klukkan 23:00 koma strákarnir heim til mín og við skiptumst á gjöfunum sem við keyptum í Tiger þá verður sko hlegið :D alltaf gaman að þessu... ég pakkaði öllum jólagjöfunum til strákana inní dagblað og teipaði það svo bara einhverneginn...

jólabloggið já.. öss þetta er rosalegt já hvað gerði ég í gær??? uuu var að vinna til tíu og svo fór ég heim og maggi, binni, viggi, sævar, balli og kiddi komu fyrst vorum við bara að sötra bjór inní herbergi en svo færðum við okkur inní bílskúr því þar er miklu meira pláss..
Sævari tókst náttla að brjóta ekkað, það er ekkert hægt að bjóða honum neitt án þess að hann brjóti ekkað!!! belaður tappi..

en annars óska ég öllum aðdáendum/lesendum mínum bara gleðilegra júla og farsældar á komandi ári.. þetta verður blautt jólafrí ég er farinn að sjá fram á það..

jólalag dagsins er með The Pogues

The Pogues - Fairy tale of New York

It was Christmas Eve babe
In the drunk tank
An old man said to me, won't see another one
And then he sang a song
The rare old mountain tune
I turned my face away
And dreamed about you

þetta er eitt besta ´jólalag ever.. mæli með þessu sjitti :D

en enn og aftur gleðileg júl

later dude

|

miðvikudagur, desember 22, 2004

MR. Bob junior

eat, sleep, work, eat, sleep, work já þannig hafa síðustu dagar verið hjá kallinum..
mikið verð ég feginn þegar sólin fer að skína, fuglarnir að syngja, grasið að grænka, og dagatalið fer að tala, börnin að tala og ég var hérna í vinnunni og sá söngvarann í Botnleðju vildi bara deila þessu með ykkur..

ég er er er er er er er er að fara kaupa jólagjafir á morgun vííííí

nenni þessu ekki meir í þetta sinn

lag dagsins er í höndum ykkar lesendur góðir... komið endilega með tillögur í commentin ;)

later dude

|

fimmtudagur, desember 16, 2004

Kon er og tikki son

ég hef ekki mikið segja tja þá skal ég bara þegja eða nei ég held nú ekki..

ég á eftir að kaupa ALLAR jólagjafirnar, ég verð að fá einhvern skemmtilegan með mér í það ;) össs, ég á samt ekki mikinn pening en það hlýtur að reddast

I need drugs HAA nei ekki það að ég þurfi drugs heldur það er lag dagsins sem heitir I need drugs með rapparanum Necro sem er án vafa sjúkasti gaur í heimi en samt góður rappari og gaman að hlusta á hann..

Necro - I need Drugs

When I come home from work
I'm fiendin' for an eight-bal
lI got crack on my mind
I'm hearing cocaine call
Telling me to beep the dealer to deliver me stuff
Keep it a secret from my wife, cuz she thinks I don't use drugs
There I was, bleeding from my nose and damn
I couldn't breathe but I'm still thinking about the next gram

ég mæli með því að allir mínir ástkæru lesendur tékki á þessu lagi ekki nema að þið séuð einhverjir flebbar sem eruð ekki með forrit til að downloada ;) nei nei bara djóka þið eruð ágæt..

ég er líka ágætur en þar sem að skiptimiðarnir voru búnir, sultukrukkan tóm, klukkan var orðin tólf þá ákvað ég að blogga..

oki-bæ þarf að fara kaupa jólagjafir :S öss en já BÆ

|

miðvikudagur, desember 15, 2004

Tileinka þetta Steinþóri Gettu Betur stjörnu

Þar sem að Steinþór hefur verið þekktur fyrir öflug fyllerísblögg ákvað ég að reyna...
Núna er ég staddur á klúbbnum og er búinn að hakka mig inná þráðlausa netið þar.. ég sit hérna með Sindra a.k.a. Damien a.k.a. Loðnan a.k.a Dj Damien The Prince já við sjáum um tónlistina hér í kvöld AS USUAL og er alltaf kráded á danasgólfinu´hjá okkur því Dj Diðuson og Dj Damien eru komnir til að vera.. elliheimilið að hrafnistu ef þið eruð með dansleik endilega bjallið í okkur.. við erum þeir heitustu, flottustu og fullustu :D nei nei við erum ágætir...
´
mamma ég elska þig ;)

já erg hef ekki mikið meira að segja en lag dagsins er með óþekktri hljómsveit sem ég hef verið að hlusta á og ef að glöggir lesendur mínir vilja vita hvaða hljómsveit þetta er þá hringiði:

Why do you have to live so far away from me
it´s hard to get to know you more then i do
man ekki meir´í textanum ég mun birta það þegar ég man það


later dude dj diðuson og dj damien kveðja að sinni :P

|

þriðjudagur, desember 14, 2004

bara svona skítabæró en þú?

ég er svoldið hræddur við að fá einkunnirnar mínar.. Siggi Saga er að gera mig skíthræddan um að ég hafi fallið í sögu en samt sem áður þá veit ég að ég náði prófinu.. En það sem sló mig alveg útaf laginu var þegar Siggi sagði að hann hefði verið inná kennarastofu og séð hvað allir kennararnir voru þungir á brún við að fara yfir prófin, þá ákvað Siggi að láta prófið mitt ganga svona til að létta á kennurunum og leyfa þeim að hlæja smá á prófinu mínu :S þannig að ég er orðinn pínu stressaður.. ég á ennþá eitt próf eftir að meðan að allir heitustu djammararnir eru komnir í jólafrí.. NOT COOL sko..

Já ég gleymdi alltaf að minnast á það að hann Helgi Þór sem komst áfram í úrslit í síðasta ædol-þætti er frændi minn.. sko þetta er í ættinni.. :D

uuu elvis aaa rétti tíminn fyrir All Shook Up með ella pé.. þetta er einmitt lagið sem ég tók í söngvakeppninni í fyrra.. klassalag án vafa mitt uppáhaldslag með Elvis..

Að því tilefni er lag dagsins:

Elvis Presley - All Shook Up

A well I bless my soul What's wrong with me?
I'm itching like a man on a fuzzy tree
My friends say I'm actin' wild as a bug
I'm in love
I'm all shook up
Mm mm oh, oh, yeah, yeah!

ég vildi helst setja allan textann með þessu snilldar-lagi en læt þetta duga í bili

ég farinn að tékka á náttúrufræðinni :(

jéjé whatevah dude...

Wonderwoman you are CRAZY!!! ;) hahaha nú skilur engin þetta hjá mér nema þú ;) skil jú...

bæbæ!

|

mánudagur, desember 13, 2004

Úff það verður erfitt að toppa síðasta blogg

Það hefur ekki mikið á daga mína drifið,, ég hef síðustu daga verið óvenjumikið heima hjá mér sem er ekki mjög algengt en mömmu finnst það ágætt að ég láti sjá mig hérna ég gæti samt alveg breytt lögheimili mínu að Borgarholtsskóla við Mosaveg eða þ.e.a.s. nemendafélagsskrifstofunni ég er búinn að vera þar like 24-7 að læra, chilla í símanum, sofa og ég veit ekki hvað og hvað..

Á laugardaginn var ég að passa til tvö,, ekkert geðveikt gaman en þegar ég var búinn að passa kom Biggi litli að sækja mig, drengurinn var nýkominn með bílpróf og á nýja bílnum sínum.. Með í för voru Addi og Þórunn..
Þegar ég kom niður í bæ fór ég í röð á prikið og ætlaði að hitta Magga þar inni en svo hringi ég í Magga og þá var hann víst farinn út, svo snéri ég mér við og við mér blasir Maggi kallinn..
Við vissum að Viggi hefði verið inná einum ógeðslegasta stað í bænum Nelly´s.. Ég og maggi löbbuðum þangað inn og svipuðumst um dansgólfið í leit að Vigga að dansa massadansinn en við sáum ekkert nema ellu-poppandi-sveitta-skollótta-miðaldragaura.. Við vorum því fljótir út aftur.. Við hringdum í Vigga og var helvítið á Gauknum, ég og Maggi röltum því þangað þegar við komum inn sáum við hvað Viggi var fokkin handónýtur hann var wasted sko.. Sixties voru að spila og þeir voru fokk-góðir ég er að pæla í að fá þá á ekkað ball hjá borgó.. pæling ??
En allavega svo komu hinir strákarnir á Gaukinn þeir Sævar a.k.a. Gotti LFL, Sindri a.k.a. Damien, Kiddi a.k.a. Key Konn og Gummi a.k.a. G-Baby.. Þegar þeir komu inn þá var Viggi nýfarinn út að æ*a og ég ákvað því ÞAR SEM ÉG VAR EDRÚ að fara með Vigga heim ég hringdi í Háa og hann ætlaði að koma svo fór ég með Vigga gaf honum pulsu á BB svona ekkað í mallann eftir allt gubberíið svo kom Hái á tha Benz og henti okkur heim..

váá frekar óspennandi saga hjá mér hahaha..

En ég fæ bara ekki ógeð á að hlusta á þetta lag ég mæli með að allir sæki þetta lag

Biggie Smalls - Big Poppa

To all the ladies in the place with style and grace
Allow me to lace these lyrical duches in your bushes
Who rock grooves and make moves with all the mommies
The back of the club, sippin Moet, is where you'll find me
The back of the club, mackin hoes, my crew's behind me
Mad question askin, blunt passin, music blastin
But I just can't quit

tékkið á þessu lagi ;);) oki-bæ

Dj Diðuson bring it on

|

laugardagur, desember 11, 2004

Þetta mun verða áhugavert!!

Ég og mínir nánustu vinir það er að segja vinahópurinn eða OWC einsog hann er kallaður OVER WEIGHT CREW höfum gert margt skemmtilegt af okkur í gegnum tíðina og ég ætla að rifja upp ca. 5 bestu prakkarastrikin sem við höfum gert..

1. Við lokuðum Laugaveginum.. Við vorum að keyra um hamrahverfið á bílnum hans sævars og svo sáum við að það var búið að loka einni götunni vegna vegavinnu.. Við ákváðum að taka skiltið og skella því í skottið á bílnum hans Sævars svo keyrðum við með það niður á Laugaveg, ég fór í skottið og hélt á skiltinu og svo byrjuðum við að keyra Laugaveginn og ég var í skottinu svo þegar engin bíll var fyrir aftan okkur opnaði ég skottið og lét skiltið á miðja götuna þarna þar sem Levis-búðin er.. Svo lögðum við bara í næsta staði og fylgdumst með öllum bílunum beygja frá það var ekkert smá fyndið.. Svo svona korerti seinna tókum við skyltið við mikla undrun viðstaddra.

2. Ég þóttist pissa í bensín-lokið á löggubíl. Við strákarnir vorum að leika okkur að taka um sketcha og svo vorum við í Miðgarði og ég sagðist vera til í að þykjast vera pissa í bensín-lokið á löggubílnum sem var þarna og með ógeðslega grímu á andlitinu.. Ég labbaði því uppað bílnum og byrjaði að þykjast vera pissa.. og binni var að taka þetta upp.. Svo þegar við vorum komnir uppí bíl sáum við bara 3 löggur koma hlaupandi að bílnum hans Balla.. Okkur brá alveg nett en ég þurfti að fara niður til löggunnar og útskýra fyrir henni að þetta hefði bara verið djók og við hefðum verið að hluta til að stæla atriði úr Jim Carrey myndinni Me, Myself and Irene, þá fór löggan að skellihlæja og fannst þetta góð hugmynd og bauðst til að leggja bílnum á mitt planið svo við gætum tekið þetta upp aftur, ég sagði að við hefðum náð þessu vel og kvaddi..

3. Drive-by-in.. össs það er nú ekkað það skemmtilegasta að kaupa nokkra poka af vatnsblöðrum og fylla það allt og taka svo rúntinn um grafarvoginn og henda í fólk á labbi, fólk sem er að bíða í strætóskýlum og svo fólk sem stendur útí sjoppu.. Þetta er allt classic dæmi!

4. Klósettpappírinn.. hahaha við keyptum okkur einu sinni stóran poka af klósettpappir og vorum svo á bíl að taka fram úr fólki og láta klósettpappírinn svona alveg yfir bílana,, það var snilld.. gerðum það einu sinni við Ragga Sverris og það festist klósettpappír á speglunum og svona það var snilld.

5. Grímurnar: Við strákarnir eigum gott safn af ógeðslegum grímum.. Þannig er mál með vexti að við fórum oft mörg kvöld í röð út og hlupum berir að ofan á eftir fólki, fólki sem var að hjóla og svona það er sko geðveikt fyndið hahaha.. En það besta var þegar ég og Sævar vorum að labba í hús berir að ofan með grímur á andlitinu á klukkan svona hálf-eitt um nóttina.. Fólki brá svo geðveikt að það var snilld.. En svo þegar ég og sævar vorum búnir að labba í annað hvert hús í foldahverfinu þá ákváðum við að fara heim.. Þegar við vorum ný-komnir inn í rimahverfið stoppaði löggan okkur við vorum báðir berir að ofan og ég var ennþá með grímu á andlitinu og svipurinn á löggunni þegar hún leit inní bílinn hahaha það var of fyndið en löggan sagði okkur að klæða okkur og sævar fór yfir í löggubílinn og hin löggan kom og talaði við mig og var að skoða grímurnar og henni fannst þetta sko graf-alvarlegt mál.. En ég gat bara ekki hætt að hlæja..
Svo fór löggan bara..

6. Gullinbrúin alltaf gaman að stökkva fram af henni en í einu sinni þegar við vorum að hoppa þar fram af kom löggan og stoppaði okkur og tók nafn og kennitölu hjá okkur og svo spurði hún okkur: bíddu ekki voru það þið sem voruð að þykjast, pissa í bensínlokið á löggubílnum og voruð að labba berir að ofan í hús.. Við sögðum að það væru við,, Löggan sagði bara að við værum klikkaðir og oki-bæ!!

7. Sumarbústaðurinn össss það er það rosalegasta sem ég hef upplifað við fórum í bústað helgina eftir að kiddi átti afmæli við vorum 10 minnir mig, allir í hópnum nema 3.. Það var eiginlega bara áfengi og mönnz tekið með og það var byrjar snemma á föstudeginum og þegar klukkan var orðin ca. 5 þá sko búin að brjóta alla lampa, mörg glös,, það var búið að henda öllum stólum í húsinu út, sofarnir voru á hvolfi og við vorum að sprauta ýfir allt húsið með slökkviliðstæki það var allt í rústi þarna.. Svo á sunnudeginum vorum við að fara en þá tekur Gummi a.k.a. G-Baby sig til og stappar ekkað niður í gólfið og það brotnaði uppúr gólfplötunni.. G-Baby var þá búin að brjóta gólfið.. Við drífum okkur að skila lyklinum af bústaðnum og keyrðum heim.. Núna milli jóla og nýárs ætlum við að leigja þennan bústað aftur og ganga endanlega frá honum!!!

váá þetta er búið að vera gaman að rifja upp svona minningar :P

but song of the day is with the great band:

The Darkness - Growing on me

I can't get rid of you
I don't know what to do
I don't even know who is growing on who
'Cos everywhere I go your there
Can't get you out of my hair
Can't pretend that I don't care - it's not fair


jæja lærdómurinn tekur nú við.. bleee

|

fimmtudagur, desember 09, 2004

Sælaaar

Próflestur og vinna hafa einkennt síðustu daga hjá Kléberti Diðusyni..
Þetta verða mjög gleðileg jól í vinnunni án Vigga sem var verslunarstj. í Nevada Snobb en hann er núna hættur úúúú HAPPY DAY... :D þannig að það vera jú gleðileg jól í vinnunni í fyrsta sinn hjá mér..

Ég veit ekkert hvað mig langar í í jólagjöf!! eina sem ég veit að mig langar í er Review Mirror nýji Pearl Jam diskurinn..

i´m dreaming of a white christmas:P

Jóla-Lag dagsins:

Wham - Last Christmas

Last Christmas I gave you my heart,
But the very next day,
You gave it away, (you gave it away)
This year, to save me from tears,
I'll give it to someone special, (special)

bæbæ

|

þriðjudagur, desember 07, 2004

smókaði frönsku-prófið

3 próf búinn 2 eftir.. ég hef ekkert að segja...
nema það að ég og sindri þurfum að fara á veiðar:P

Lag Dagsins:

David Bowie - Space Oddity

Ground control to Major Tom
Ground control to Major Tom
Take your protein pills and put your helmet on

Ground control to Major Tom
(10, 9, 8, 7)
Commencing countdown, engines on
(6, 5, 4, 3)
Check ignition, and may God's love be with you
(2, 1, liftoff)


later dude

|

laugardagur, desember 04, 2004

Klébert Diðuson

Ég hef ákveðið að taka upp listamannsnafn.. og þá er ég ekki að tala um Dj Winnie The Pooh, eða Lilli, junior eða Lil´B heldur Klébert Diðuson..
Þetta nafn Klébert er svo far away frá mínu upprunalega nafni sem ég kýs að gefa ekki upp hér þar sem að engin veit nú orðið hvað ég heiti það kalla mig bara allir Lilla :S en Klébert Diðuson er sko kominn til að vera..

Ég ákvað að blogga bara afþví að ég hef ekkert að gera er uppí skóla að reyna læra undir landafræði-próf gengur ekkert geðveikt vel.. En þetta er allt að koma!!

En það er mikið að bögga mig að myndin sem ég var með hérna vinstra megin sé dottin út en ég þarf að biðja Einar um að redda þessu fyrir mig,, hann hefur nú gert allt fyrir mig varðandi lúkkið á þessari síðu..

En lag dagsins:

Violent Femmes - Blister In The Sun

When I'm out walkin' I strut my stuff
Man, I'm so strung out
I'm high as a kite I just might stop to check you out

Let me go on like I blister in the sun
Let me go on big hands I know you're the one

Klébert kveður...

|

föstudagur, desember 03, 2004

smókaði sögu-prófið

já maður uppskerir einsog maður sáir sagði eitt sinn vitur maður,, og ég gerði það í söguprófið í morgun lærði einsog mófó og smókaði svo prófið.. það sem ég skrifaði neðst á prófið var til Sigga Sögu og þar stóð sjáumst í 203 og svo þegar ég var búinn í prófinu hitti ég Sigga fyrir utan stofuna og sagði við hann.. Við sjáumst í 203 og þá sagði Siggi : ef þú nærð 103 þá hætti ég að kenna 203 og gekk svo í burtu kallinn alltaf svo öruggur með sig..

svo er bara málið að læra my ass off svo maður einhverjum einingum!!

ný hljómsveit með lag dagsins

Fool´s Garden - Lemon Tree

I'm sitting here in the boring room
It's just another rainy Sunday afternoon
I'm wasting my time
I got nothing to do

Klébert Diðuson kveður í bili

|

fimmtudagur, desember 02, 2004

Skólinn búinn en samt ekki búinn jú því það eru nú próf eftir

Það var síðasti skóladagurinn í dag og hann bara svona frekar easy en skólinn er nú ekki búinn því hel***is prófin eru eftir ég tek 5 próf og fyrsta prófið er á föstudaginn 3.des.. Ég held að það sé í höfn, og svo er það landafræðin á mánudaginn 6. og miða við það sem þarf að læra undir það próf þá ætti það að vera líka í höfn, en svo á þriðjudeginum 7. eru 2 próf hjá mér franska og jarðfræði ég held að franskan reddist alveg en ég veit ekki með jarðfræðina en svo er ekkert próf þangað til 14 des sem er síðasti prófdagurinn og þá fer ég í ensku 203 í annað sinn og fokk ég ætla sko ekki í þennan áfanga í þriðja sinn :S ég verð að fá hærra en 6 á lokaprófinu til að ná prófinu og ég ætla sko rétt að vona að ég nái því þar sem ég hef nú viku til að undirbúa mig..

En nóg komið af þessu próf-tali,, ég var svo helvíti ánægður með nýja lúkkið á blogginu en nei þá dettur elvis-myndin bara allt í einu út.. Er ekki að fíla það nógu vel en ég þarf að fá Einar til að redda þessu..

Strákarnir ætla á ekkað ROSA fyllirý á föstudaginn og ég er ekki game því ég ætla að vera stilltur að læra.. Harðákveðinn í að drekka ekki fyrr en prófin eru búin!!!

ég er haldin svefnsýki :S æ slíp tú möts

en Pearl Jam slagari dagsins er hmmm hvað eigum við að hafa.. látum okkur sjá.. Once af Ten-plötunni..

Pearl Jam - Once

I admit it...what's to say...yeah...
I'll relive it...without pain...mmm...
Backstreet lover on the side of the road
I got a bomb in my temple that is gonna explode

farvel og vi ses

|