Þetta mun verða áhugavert!!
Ég og mínir nánustu vinir það er að segja vinahópurinn eða OWC einsog hann er kallaður OVER WEIGHT CREW höfum gert margt skemmtilegt af okkur í gegnum tíðina og ég ætla að rifja upp ca. 5 bestu prakkarastrikin sem við höfum gert..
1. Við lokuðum Laugaveginum.. Við vorum að keyra um hamrahverfið á bílnum hans sævars og svo sáum við að það var búið að loka einni götunni vegna vegavinnu.. Við ákváðum að taka skiltið og skella því í skottið á bílnum hans Sævars svo keyrðum við með það niður á Laugaveg, ég fór í skottið og hélt á skiltinu og svo byrjuðum við að keyra Laugaveginn og ég var í skottinu svo þegar engin bíll var fyrir aftan okkur opnaði ég skottið og lét skiltið á miðja götuna þarna þar sem Levis-búðin er.. Svo lögðum við bara í næsta staði og fylgdumst með öllum bílunum beygja frá það var ekkert smá fyndið.. Svo svona korerti seinna tókum við skyltið við mikla undrun viðstaddra.
2. Ég þóttist pissa í bensín-lokið á löggubíl. Við strákarnir vorum að leika okkur að taka um sketcha og svo vorum við í Miðgarði og ég sagðist vera til í að þykjast vera pissa í bensín-lokið á löggubílnum sem var þarna og með ógeðslega grímu á andlitinu.. Ég labbaði því uppað bílnum og byrjaði að þykjast vera pissa.. og binni var að taka þetta upp.. Svo þegar við vorum komnir uppí bíl sáum við bara 3 löggur koma hlaupandi að bílnum hans Balla.. Okkur brá alveg nett en ég þurfti að fara niður til löggunnar og útskýra fyrir henni að þetta hefði bara verið djók og við hefðum verið að hluta til að stæla atriði úr Jim Carrey myndinni Me, Myself and Irene, þá fór löggan að skellihlæja og fannst þetta góð hugmynd og bauðst til að leggja bílnum á mitt planið svo við gætum tekið þetta upp aftur, ég sagði að við hefðum náð þessu vel og kvaddi..
3. Drive-by-in.. össs það er nú ekkað það skemmtilegasta að kaupa nokkra poka af vatnsblöðrum og fylla það allt og taka svo rúntinn um grafarvoginn og henda í fólk á labbi, fólk sem er að bíða í strætóskýlum og svo fólk sem stendur útí sjoppu.. Þetta er allt classic dæmi!
4. Klósettpappírinn.. hahaha við keyptum okkur einu sinni stóran poka af klósettpappir og vorum svo á bíl að taka fram úr fólki og láta klósettpappírinn svona alveg yfir bílana,, það var snilld.. gerðum það einu sinni við Ragga Sverris og það festist klósettpappír á speglunum og svona það var snilld.
5. Grímurnar: Við strákarnir eigum gott safn af ógeðslegum grímum.. Þannig er mál með vexti að við fórum oft mörg kvöld í röð út og hlupum berir að ofan á eftir fólki, fólki sem var að hjóla og svona það er sko geðveikt fyndið hahaha.. En það besta var þegar ég og Sævar vorum að labba í hús berir að ofan með grímur á andlitinu á klukkan svona hálf-eitt um nóttina.. Fólki brá svo geðveikt að það var snilld.. En svo þegar ég og sævar vorum búnir að labba í annað hvert hús í foldahverfinu þá ákváðum við að fara heim.. Þegar við vorum ný-komnir inn í rimahverfið stoppaði löggan okkur við vorum báðir berir að ofan og ég var ennþá með grímu á andlitinu og svipurinn á löggunni þegar hún leit inní bílinn hahaha það var of fyndið en löggan sagði okkur að klæða okkur og sævar fór yfir í löggubílinn og hin löggan kom og talaði við mig og var að skoða grímurnar og henni fannst þetta sko graf-alvarlegt mál.. En ég gat bara ekki hætt að hlæja..
Svo fór löggan bara..
6. Gullinbrúin alltaf gaman að stökkva fram af henni en í einu sinni þegar við vorum að hoppa þar fram af kom löggan og stoppaði okkur og tók nafn og kennitölu hjá okkur og svo spurði hún okkur: bíddu ekki voru það þið sem voruð að þykjast, pissa í bensínlokið á löggubílnum og voruð að labba berir að ofan í hús.. Við sögðum að það væru við,, Löggan sagði bara að við værum klikkaðir og oki-bæ!!
7. Sumarbústaðurinn össss það er það rosalegasta sem ég hef upplifað við fórum í bústað helgina eftir að kiddi átti afmæli við vorum 10 minnir mig, allir í hópnum nema 3.. Það var eiginlega bara áfengi og mönnz tekið með og það var byrjar snemma á föstudeginum og þegar klukkan var orðin ca. 5 þá sko búin að brjóta alla lampa, mörg glös,, það var búið að henda öllum stólum í húsinu út, sofarnir voru á hvolfi og við vorum að sprauta ýfir allt húsið með slökkviliðstæki það var allt í rústi þarna.. Svo á sunnudeginum vorum við að fara en þá tekur Gummi a.k.a. G-Baby sig til og stappar ekkað niður í gólfið og það brotnaði uppúr gólfplötunni.. G-Baby var þá búin að brjóta gólfið.. Við drífum okkur að skila lyklinum af bústaðnum og keyrðum heim.. Núna milli jóla og nýárs ætlum við að leigja þennan bústað aftur og ganga endanlega frá honum!!!
váá þetta er búið að vera gaman að rifja upp svona minningar :P
but song of the day is with the great band:
The Darkness - Growing on me
I can't get rid of you
I don't know what to do
I don't even know who is growing on who
'Cos everywhere I go your there
Can't get you out of my hair
Can't pretend that I don't care - it's not fair
jæja lærdómurinn tekur nú við.. bleee