mánudagur, ágúst 30, 2004

FINALLY

ég ætlaði bara að láta fólk vita að ég var í dag ráðinn sem frístundarleiðbeinandi hjá ÍTR...

Ég hef beðið lengi eftir þessu :P

|

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Þá er komið að því!!

Einsog flestir vita þá vann í kjallaraholu Húsgagnahallarinnar í allt sumar og vann í GOLFVERSLUN NEVADA BOB hvað sem það nú er!!

Fyrir utan vinnuna gerði ég sitt hvað skemmtilegt í sumar..

  • Fór á Korn mögnuð upplifun
  • Fór í útileigu á Laugavatn fyrstu helgina í júlí með vinum og vandamönnum
  • Fór á Metallica tónleikana vááá ég á ekki til neitt aukatekið orð og btw ég greip nögl frá Robert Trujillo gaman að því :D
  • Var í vinnunni og Arnór Guðjohnsen kom og æltaði að fá golfkylfu lánaða og ég þurfti að skrifa nafnið hans niður á blað og hvað haldiði:
    Ég: hvað heitiru?
    Arnór: haa já Arnór Guðjohnsen(hlær)

    Ég skammaðist mín alveg niður í rassgat en þetta var eitt af því aulalegasta sem ég gerði í allt sumar.
  • Ég fór til Danmerkur og ég ætla að setja inn myndir frá ferðinni og ég læt myndirnar um það að segja til :P
    En ferðin til Danmerkur var einhvur sú magnaðasta ferð sem ég hef farið í á minni stuttu ævi.. En við vorum 11 strákar þar saman á Copenhagen SLEEP IN sem var íþróttasalur með fullt af básum í og það voru bara svona þunnir veggir á milli herbergja engin hurð bara tjald og svo voru svona 200 manns þarna á nóttunni og já það var svoldið heitt
  • Ég fór á Lou Reed og það var svo sem ágætt eini gallinn var sá að ég hef bara ekki hlustað nóg á hann í gegnum tíðina til að fíla mig í botn þarna en það var ágætt

I think that´s about IT

Svo er skólinn bara byrjaður og allt að gerast kallinn er með 20 einingar í stundatölfunni og þá er það bara að standa sig...
Svo er það líka jeg formaður skemmtinefndar og meðlimur í stjórn NFBHS össss reynsla er þetta


|