miðvikudagur, maí 26, 2004

Já um helgina var lítið gert nema taka því rólega og chilla manilla, telja tilla með villa og horfa á godzilla!! Samt ekki..

Ég sá margt um helgina...

Ég sá slagsmál
Ég sá Birgittu Haukdal
Ég sá fugla
Ég sá sæta stelpu
Ég sá ekki meir..

Svo byrjaði vinnuvikan aftur í gær og ég var bara mjög þreyttur og gæti ástæðan verið að ég sé undir miklu álagi... samt ekki, eða jú kannski það er ræðukeppni á fimmtudaginn og ég á eftir að læra báðar ræðurnar mínar..
En ég held nú samt að við tökum verslingana,, 100 stiga sigur eða ekkað þannig..

En það besta prakkarastrik sem ég hef gert í langan tíma gerðist í kvöld, við vorum að keyra um hamrahverfið ég, sindri, binni og sævar.. og þá sáum við svona skilti sem stóð á LOKAÐ en skiltið var á miðjum veginum og það var ekkert að götunni þannig að við skelltum örðu skilltinu í skottið og við ákváðum að loka Laugaveginum, við keyrðum þangað niður eftir og þegar við komum þá fórum við inná bílastæði og þar fór ég í skottið og hélt á keilunni og var tilbúin að setja hana á götuna,, svo keyrðum við inná Laugaveginn þegar engin bíll var á eftir okkur og þegar við komum að næstu gatnamótun eftir að maður keyrir inná Laugaveginn og þar opnaði sævar skottið og ég setti skiltið á götuna og lokaði svo skottinu og við keyrðum og lögðum í næsta stæði.. Viti menn allir virtu það að Laugavegurinn væri lokaður og beygðu... Þetta var án efa eitt það fyndnasta sem ég hef upplifað..

En við vorum ekki hættir við ákváðum að plasta bílinn hans Geira með svona eldhúsplastrúllu og glærum plastpokum sem við tókum í 10-11..
Þegar við komum að bílnum hans Geira byrjuðum við að vefja hann allan og svo eftir smástund var hann allur útí plasti..

Svo keyrðum við í burtu og það verður gaman að heyra í Geira kallinum!!

Bless í bili...

|

laugardagur, maí 22, 2004

ég er nú byrjaður aftur að blogga á fullu ég er alveg viss um það sko.. en hérna undanfarna daga hef ég verið aðallega að vinna en á fimmtudaginn var ég með strákunum úr ræðuliðinu að semja ræður fyrir ræðukeppnina gegn versló, já umræðuefnið er skemmtilegt það er karlremba.. og við með..
á miðvikudaginn var frí daginn eftir og strákarnir voru með spilakvöld heima hjá sævar ég mætti á staðinn þegar allt var búið og allir strákarnir byrjaðir í bjórnum svo var það bara downtown.. þegar við komum niður í bæ fóru þeir inná opuz en ég nennti ekki þangað inn.. ég var fyrir utan Nonna og þá hitti ég Baldvin(gettu betur) og hann sagði að fallega og fræga fólkið væri á Dillon hvar sem það nú er.. en ég fór með honum þangað..
Þar voru þekkt andlit en svo fór ég út og hitti binna og sævar á kaffibarnum og svo fórum við inná prikið og vorum þar um tíma en svo út ég fór inná Sólon til að pissa og kaupa mér staup en þegar ég kom út voru sævar og binni farnir þannig að ég fór bara aftur inná prikið en ég þekki engan þar þannig að ég fór bara niður laugaveginn og alveg lengst niður og þar sá ég binna og sævar fyrir utan kapital þvínæst löbbuðum við uppá þjóðleikhúskjakllara vinur hans sævars er þar á barnum en við sátum þar í koníaksstofunni og vorum bara að chilla og það var búið að loka búllunni en við lentum á spjalli við kennara á eftirlaunum sem sagðist vera heimsfrægur listmálari eða ekkað þannig og hann væri með sýningu í kína. Um 4 fórum við út úr kjallaranum og sævar fór inná kapital en ég og binni biðum fyir utan en svo fórum við bara og hittum jón bjarka, steinþór, baldvin, maríu og ´sigrúnu fyrir utan Nonna ég og binni ætluðum heim með þeim í taxa en þá var klukkan að ganga 5.. Á meðan við biðum eftir taxanum sá ég félaga minn sem skutlaði mér og binna heim fyrir 500 kjell..

Mér fannst þetta bara með betri bæjarferðum ekkert mál að komast inná staðina og ég var vel góður, og svo var allt fallega og fræga fólkið á sínum stað..

by the way jón bjarki var að tala við einhvern prófessor í grasafræði sem var í gulum jakkafötum já hann tók ´´i höndina á mér og kreisti hana svo leit hann í lófann minn og sagði þú deyrð 78 ára og svo sagði hann nei þú verður ekki eldri en 72.. jæja kallinn minn takk kærlega fyrir að segja mér þetta.. ALt búið :S
nei eg held ekki life has just begun you know..

En já það verða bara rólegheit um helgiana..........held ég

peace.

|

þriðjudagur, maí 18, 2004

well well..........

mættur aftur eftir stutt leti frí eða ég hef bara verið svo busy undanfarna daga að ég hef ekki haft tíma til að blogga..

En ég byrjaði að vinna á mánudaginn og fokk hvað ég var ekkað þreyttur alveg búin á því...
Ég og vinir mínir erum alla daga allar nætur í körfubolta sem er mjög gaman..

Hin margumtalaða Byssa hringi í Jón Bjarka og skoraði á Borgó í æfingaræðukeppni.
Borgó vs. Versló
Lið Borgó:
Liðstjóri - Gunni Gella
Frummælandi - Baldvin (gettubetur nörd)
Meðmælandi - Elvar
Stuðningsmaður - Björn Þór

Lið Versló:
óvitað

umræðuefnið er karlrembur að ég held og við erum með og versló á móti..

þetta verður frábær keppni ætla ég að vona..

nenni ekki meir...

jú mútta mín á afmæli í dag :D:D

bleeeeeeeee

|

sunnudagur, maí 16, 2004

shitta fokk ég lofaði Dóra að setja link á hann en þar sem að ég er ekki með fullri heilsu þá set ég linkinn næst þegar ég blogga.. Ég lofa :D

En ég horfði á júðavíson heima hjá Kidda með öllum strákunum það var góð stemming..

Svo eftir það skutlaði öni okkur einhverjum til Jón Otta...




já þetta er einkennilegt blogg...

btw... mamma hennar ísabellu(sem er besta vinkona það er að segja ísabella) skutlaði mér hjemme


fokk...



peace

later dúd

|

fimmtudagur, maí 13, 2004

ég ákvað að henda inn einu bloggi þar sem að sumarið nálgast og ég er búinn í prófunum sem er nú bara sweeeeeeeet :D

hmmm.. ég er ekki í neinu blogg-stuði þannig að ég verð bara suttorður..
Dóri var víst ekkaðað biðja um Link ég nenni því ekki núna en ég mun gera það innan tíðar...

Ég fór bara í smáralind með binna og sævari áðan.. við keyptum okkur dótabysssur með pílum á 99kr í Hagkaup..
Svo kíktum við smá í búðir og sævar keypti sér CD´s og sólgleraugu..

Viti menn Björn Þór Jóhannsson keypti sér ekki neitt.. Hvurslags sko ekki nógu gott..
Eða ég hefði reyndar keypt mér buxur en þær voru ekki til í my size ég kaupi þær bara um mánaðarmótin...

Svo er það Drykkjuvíson þar sem allir landsmenn hella sér yfir sjónvarpstækin með áfenga drykki og gleðjast og tárast!!

Mitt álit á laginu hans Jensa : í einu orði sagt lélegt lag, lagið og textinn og svo er ekki mikið varið í það að fá svona gaur einsog Jensa til að syngja svona rólegt lag.. Frekar Pál Rósinkrans eða Sverrir Bergman..

ég spái Íslandi 5 síðustu sætunum..

blessuðaður

|

mánudagur, maí 10, 2004

góðan daginn lesendur góðir.. ég er með stutta sögu að þessu sinni... fyrir um ári síðan þegar það voru 2 vikur í samræmdlokapróf hjá mér bilaði talvan mín. Nú ári síðar þegar vika var í lokaprófin bilaði talvan og ég hef því verið tölvulaus alla síðustu viku og fyrst í dag fór talvan í viðgerð.. En þar sem ég komst ekkert í tölvuna var ég að læra og það ekkert lítið ég er búin að læra frá morgni til kvölds suma daga og ég verð að játa það að ég hef aldrei lært svona mikið áður.

Í dag var ég fyrsta prófinu mínu og það var náttúrufræði og mér gekk bara ágætlega, nú eru 2 próf eftir enska og danska svo er ég bara búinn :D:D:D

Ég verð að vinna í snobbinu í sumar.. Ég byrja mánudaginn í næstu viku!!

en núna er ég að blogga inná nemendaráðs-skrifstofu..

later....

|

sunnudagur, maí 02, 2004

Sumarið nálgast óðum

Síðasti skóladagurinn var á föstudaginn og ég þurfti bara að mæta í einn tíma.. Það var félagsfræði, chill tími þannig séð og þegar tímanum var að ljúka sagði kennarinn : ég er með smá tilkynningu Björn Þór Jóhannsson þarf ekki að taka lokapróf.. :D:D ég varð OOOOFFF ánægður ég var svo ánægður að ég fór bara í körfubolta í staðinn fyrir fótbolta í Egilshöll og sýndi þar gamalkunna takta:)
Svo eftir Egilshöllina fórum við á besta stað í heimi sem ku vera Kei Eff Cí = KFC.. Þar fékk ég mér máltíð nr.7 stækka gos og kokteilsósu :) shitt hvað það var gott..

Um kvöldið var spilakvöld heima hjá Sindra.. Ég og Böddi fórum í bankann og fengum okkur sitt hvor 2 500kr búntin af tíköllum jæja maður var þá hlaðinn fyrir kvöldið..
Þetta spilakvöld var bara helvíti fínt ég tapaði að vísu öllum péningnum mínum en eftir það fóru ég, Binni og Kiddi aðeins uppí rimahverfi og ég ætlaði að kaupa mér inneign fyrir búntið sem ég átti eftir.. (kæru lesendur sperriði eyrun) Ég gekk inní sjoppuna skellti búntinu á borið og sagði 500 hjá Vodafone og um leið og hún rétti mér inneigina fór rafmagnið af og ekki bara sjoppunni heldur öllu rimahverfinu það var allt svart en það fyndna var að konan sem var að vinna í sjoppunni byrja að öskra og hélt að ég væri að ræna sjoppuna en svo var ekki.. Konan sagði mér að fara út strax eða hún myndi hringja á lögguna.. Þannig að ég dreif mig bara út og fór niður í bæ þar hitti ég Sævar hann var nýkominn út af Afu-RA.
Þessi bæjarferð var sú leiðinlegasta sem ég hef upplifað og set ég því punktinn hér...!

Laugardagurinn.. Minn elskulegi litli bróðir ásamt vinum sínum tókst að vekja mig fyrir 12 með einhverjum helvítisrafmagnsbílnum þeir voru í einhverju kappi með svona 4 bíla sem voru svo háværir að ég myndi teljast þögull við hlið þeirra.. En allavega maður gat þá ekkert mikið meira sofið og var því málið að skella sér á fætur..

ekki mikið meira sem er frá sögu færandi að segja þannig að ég kveð að sinni..

peace OUT!!!

|